„Þetta er El Clásico“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. nóvember 2020 23:00 Halldór Már Kristmundsson, Dói, er með allt á hreinu hvað varðar Vodafone-deildina. vísir/vilhelm Það dregur til tíðinda á sunnudagskvöldið er úrslitaleikurinn í Vodafone-deildinni í CS:GO fer fram. Þar mætast Dusty og Hafið. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 eSport en margir bíða spenntir eftir þessum leik. Einn þeirra er Halldór Már Kristmundsson, sérfræðingur Vodafone-deildarinnar, en Vísir spjallaði við Halldór um stórleikinn. „Þetta er El Clásico rafíþróttusenurnar,“ sagði Halldór og líkti leiknum þar af leiðandi við viðureignir Real Madrid og Barcelona á Spáni. „Þetta eru tvö bestu liðin sem hafa í gegnum tíðina verið að standa í hvort öðru.“ „Dusty hefur alltaf betri en Hafið stendur alltaf í þeim. Við vorum rændir þessum leik í fyrra þegar FH sló út Hafið,“ sagði Halldór svo spennan er enn meiri í ár. En hvernig horfir þessi leikur við Halldóri? „Dusty er talið vera lang besta liðið. Æfa mest, líta best út á blaði en Hafið eru þeir sem eru ekki að æfa jafn mikið en eru hæfileikaríkir.“ Mörg lið innan deildarinnar hræðast Dusty-vígið en það gerir Hafið ekki. „Hafið er liðið sem hræðist ekki Dusty. Hafið tekst alltaf á einhvern ótrúlegan hátt að sigra þá.“ „Veikleikarnir eru andlega hliðin hjá Dusty. Þeim finnst þeir eiga að vera betri, hafa æft meira og þurfa þar af leiðandi að sýna það. Það er þó líka pressa á Hafinu.“ Halldór segir að það sé hægt að búast við þremur kortum á sunnudaginn og leikurinn verður ansi jafn. „Það eiga alltaf eftir að koma þrjú við kort. Við getum búist við spennu og sjá bestu leikmenn landsins spila,“ sagði Halldór. Vísir mun í vikunni hita reglulega upp fyrir úrslitaleikinn með viðtöl við hina ýmsu aðila innan deildarinnar. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti
Það dregur til tíðinda á sunnudagskvöldið er úrslitaleikurinn í Vodafone-deildinni í CS:GO fer fram. Þar mætast Dusty og Hafið. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 eSport en margir bíða spenntir eftir þessum leik. Einn þeirra er Halldór Már Kristmundsson, sérfræðingur Vodafone-deildarinnar, en Vísir spjallaði við Halldór um stórleikinn. „Þetta er El Clásico rafíþróttusenurnar,“ sagði Halldór og líkti leiknum þar af leiðandi við viðureignir Real Madrid og Barcelona á Spáni. „Þetta eru tvö bestu liðin sem hafa í gegnum tíðina verið að standa í hvort öðru.“ „Dusty hefur alltaf betri en Hafið stendur alltaf í þeim. Við vorum rændir þessum leik í fyrra þegar FH sló út Hafið,“ sagði Halldór svo spennan er enn meiri í ár. En hvernig horfir þessi leikur við Halldóri? „Dusty er talið vera lang besta liðið. Æfa mest, líta best út á blaði en Hafið eru þeir sem eru ekki að æfa jafn mikið en eru hæfileikaríkir.“ Mörg lið innan deildarinnar hræðast Dusty-vígið en það gerir Hafið ekki. „Hafið er liðið sem hræðist ekki Dusty. Hafið tekst alltaf á einhvern ótrúlegan hátt að sigra þá.“ „Veikleikarnir eru andlega hliðin hjá Dusty. Þeim finnst þeir eiga að vera betri, hafa æft meira og þurfa þar af leiðandi að sýna það. Það er þó líka pressa á Hafinu.“ Halldór segir að það sé hægt að búast við þremur kortum á sunnudaginn og leikurinn verður ansi jafn. „Það eiga alltaf eftir að koma þrjú við kort. Við getum búist við spennu og sjá bestu leikmenn landsins spila,“ sagði Halldór. Vísir mun í vikunni hita reglulega upp fyrir úrslitaleikinn með viðtöl við hina ýmsu aðila innan deildarinnar.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti