Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Tinni Sveinsson skrifar 12. nóvember 2020 17:22 Hvernig er veðrið í Borgarnesi? er meðal spurninga sem hægt er að spyrja Emblu, appið sem skilur íslensku. Miðeind Fyrirtækið Miðeind sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt frá útgáfu appsins Emblu, sem gerir fólki kleift að tala íslensku við snjallsíma. „Embla er nýtt, ókeypis aðstoðar-app frá sprotafyrirtækinu Miðeind. Appið gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Emblu má sækja í Apple App Store og Google Play Store og hún virkar á flestum snjallsímum,“ segir í tilkynningunni. Embla byggir meðal annars á tækni sem Miðeind hefur þróað undir hatti fimm ára máltækniáætlunar stjórnvalda og Almannaróms. Svarar spurningum Embla getur svarað ýmsum tegundum spurninga, svo sem um opnunartíma verslana, veður og veðurspá, fólk og mælieiningar. Til dæmis má spyrja hana: Hvað er opið lengi í Melabúðinni? Hvað er langt í jólin? Hver er Vigdís Finnbogadóttir? Hvað segir Wikipedia um granít? Hvernig er veðrið í Borgarnesi? Embla getur líka sagt hvað klukkan er, reiknað einföld stærðfræðidæmi, lesið upp fréttayfirlit og breytt upphæðum á milli gjaldmiðla. Hægt er að spyrja Emblu um ferðir Strætó en hún býr yfir rauntímaupplýsingum.Vísir/Vilhelm Veit allt um Strætó Í Emblu er ítarleg virkni fyrir Strætó, en notendur geta spurt hana hvar og hvenær strætisvagnar stoppa, hvaða stoppistöð sé næst og hvaða vagnar stoppi þar. Þá hefur hún rauntímaupplýsingar um ferðir vagna og getur sagt hvort strætó sé seinn eða á undan áætlun. „Engar auglýsingar eru í Emblu og farið er með gögn samkvæmt skýrri persónuverndarstefnu. Embla hefur verið í þróun hjá Miðeind undanfarið eitt og hálft ár. Miðeind sérhæfir sig í máltækni og gervigreind fyrir íslensku, en þar starfa nú átta manns,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmaður Miðeindar stjórnar ljósum á ímynduðu heimili með hjálp Emblu en það er virkni sem vonast er til þess að geta boðið notendum upp á í framtíðinni. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Fyrirtækið Miðeind sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt frá útgáfu appsins Emblu, sem gerir fólki kleift að tala íslensku við snjallsíma. „Embla er nýtt, ókeypis aðstoðar-app frá sprotafyrirtækinu Miðeind. Appið gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Emblu má sækja í Apple App Store og Google Play Store og hún virkar á flestum snjallsímum,“ segir í tilkynningunni. Embla byggir meðal annars á tækni sem Miðeind hefur þróað undir hatti fimm ára máltækniáætlunar stjórnvalda og Almannaróms. Svarar spurningum Embla getur svarað ýmsum tegundum spurninga, svo sem um opnunartíma verslana, veður og veðurspá, fólk og mælieiningar. Til dæmis má spyrja hana: Hvað er opið lengi í Melabúðinni? Hvað er langt í jólin? Hver er Vigdís Finnbogadóttir? Hvað segir Wikipedia um granít? Hvernig er veðrið í Borgarnesi? Embla getur líka sagt hvað klukkan er, reiknað einföld stærðfræðidæmi, lesið upp fréttayfirlit og breytt upphæðum á milli gjaldmiðla. Hægt er að spyrja Emblu um ferðir Strætó en hún býr yfir rauntímaupplýsingum.Vísir/Vilhelm Veit allt um Strætó Í Emblu er ítarleg virkni fyrir Strætó, en notendur geta spurt hana hvar og hvenær strætisvagnar stoppa, hvaða stoppistöð sé næst og hvaða vagnar stoppi þar. Þá hefur hún rauntímaupplýsingar um ferðir vagna og getur sagt hvort strætó sé seinn eða á undan áætlun. „Engar auglýsingar eru í Emblu og farið er með gögn samkvæmt skýrri persónuverndarstefnu. Embla hefur verið í þróun hjá Miðeind undanfarið eitt og hálft ár. Miðeind sérhæfir sig í máltækni og gervigreind fyrir íslensku, en þar starfa nú átta manns,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmaður Miðeindar stjórnar ljósum á ímynduðu heimili með hjálp Emblu en það er virkni sem vonast er til þess að geta boðið notendum upp á í framtíðinni.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira