Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 16:31 Tiger Woods fagnar sigri á Masters mótinu í fyrra. getty/Andrew Redington Samkvæmt veðbönkum þykir afar ólíklegt að Tiger Woods verji titil sinn á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Tiger vann Masters mótið á eftirminnilegan hátt í fyrra en það var hans fyrsti sigur á risamóti í ellefu ár og sá fyrsti á Masters í fjórtán ár. Tiger hefur alls fimm sinnum unnið Masters. Jack Nicklaus á metið yfir flesta sigra á Masters en hann vann mótið sex sinnum á sínum tíma. Ef marka má spá veðbanka þykir Tiger ekki líklegur til afreka á Masters í ár. Hann er í 18. sæti yfir þá sem eru líklegastir til að vinna græna jakkann í ár. Bryson DeChambeau er efstur á lista veðbanka. Bandaríski kraftakarlinn stefnir á að fylgja sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu eftir og vinna annað risamótið í röð. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 2. sæti á lista veðbanka. Hann varð annar á Masters í fyrra, einu höggi á eftir Tiger. Johnson hefur aðeins unnið eitt risamót á ferlinum, Opna bandaríska 2016. Jon Rahm í 3. sæti á lista veðbanka, Justin Thomas í því fjórða og Rory McIlroy í því fimmta. Sá síðastnefndi bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti síðan 2014. Masters er jafnframt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferlinum. Masters átti að fara fram 9.-12. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni. Að venju fer Masters fram á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Samkvæmt veðbönkum þykir afar ólíklegt að Tiger Woods verji titil sinn á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Tiger vann Masters mótið á eftirminnilegan hátt í fyrra en það var hans fyrsti sigur á risamóti í ellefu ár og sá fyrsti á Masters í fjórtán ár. Tiger hefur alls fimm sinnum unnið Masters. Jack Nicklaus á metið yfir flesta sigra á Masters en hann vann mótið sex sinnum á sínum tíma. Ef marka má spá veðbanka þykir Tiger ekki líklegur til afreka á Masters í ár. Hann er í 18. sæti yfir þá sem eru líklegastir til að vinna græna jakkann í ár. Bryson DeChambeau er efstur á lista veðbanka. Bandaríski kraftakarlinn stefnir á að fylgja sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu eftir og vinna annað risamótið í röð. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 2. sæti á lista veðbanka. Hann varð annar á Masters í fyrra, einu höggi á eftir Tiger. Johnson hefur aðeins unnið eitt risamót á ferlinum, Opna bandaríska 2016. Jon Rahm í 3. sæti á lista veðbanka, Justin Thomas í því fjórða og Rory McIlroy í því fimmta. Sá síðastnefndi bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti síðan 2014. Masters er jafnframt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferlinum. Masters átti að fara fram 9.-12. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni. Að venju fer Masters fram á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira