Hugmyndafræði hjúkrunarheimila - Líf sem vert er að lifa Björn Bjarki Þorsteinsson og Halldór S. Guðmundsson skrifa 9. nóvember 2020 14:00 Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun