Völdu bestu erlendu leikmennina í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 14:00 Amin Khalil Stevens var frábær með liði Keflavíkur. Skjámynd/S2 Sport Domino´s Körfuboltakvöld er á sínu sjötta tímabili og við það tækifæri ákváðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir hans að velja bestu erlendu leikmennina sem hafa spilað í deildinni á tíma Domino´s Körfuboltakvölds. „Við erum að tala um hæfileikaríkustu og bestu leikmennina sem við höfðum séð síðan Körfuboltakvöld hóf göngu sína. Einn leikmaður var í öllum liðunum okkar og það er Amin Stevens,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Við getum slegið því á föstu að þetta sér besti leikmaðurinn eða mesti yfirburðarleikmaðurinn í þessari deild síðan að Körfuboltakvöld byrjaði,“ sagði Kjartan Atli og beindi orðum sínum til Jóns Halldórs Eðvaldssonar. „Þetta er eini erlendi leikmaðurinn sem ég hef ekki rekið held ég,“ sagði Jón Halldór hlæjandi en hann hefur verið lengi háttsettur í Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. „Þessi gæi var bara fáránlega góður í körfubolta, bæði í vörn og sókn. Hann var skrímsli undir körfunni í fráköstum, hann skorað alls staðar í kringum körfuna og var með geggjað ‚mid-range' skot. Eina sem hann gat ekki af einhverju viti var að skjóta þriggja stiga skotum,“ sagði Jón Halldór. Amin Khalil Stevens spilaði með Keflavík 2016-17 tímabilið þá var hann með 28,6 stig og 16,0 fráköst að meðaltali í leik. „Hann var bara óstöðvandi. Ég þjálfaði á móti honum og það var voðaleg lítið hægt að gera. Þú varst heldur ekki með neina Evrópumenn eða aðra til þess að dekka hann. Þetta voru bara íslensku strákarnir og var nánast bara svikamylla,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla, Jón Halldór og Benedikt ræða leikmennina sem urðu efstir í kosningu sérfræðinganna á bestu erlendu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Bestu erlendu leikmennirnir Listinn yfir erlendu leikmennina sem komust á blað hjá sérfræðingunum má sjá hér fyrir neðan. Skjámynd/S2 Sport Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld er á sínu sjötta tímabili og við það tækifæri ákváðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir hans að velja bestu erlendu leikmennina sem hafa spilað í deildinni á tíma Domino´s Körfuboltakvölds. „Við erum að tala um hæfileikaríkustu og bestu leikmennina sem við höfðum séð síðan Körfuboltakvöld hóf göngu sína. Einn leikmaður var í öllum liðunum okkar og það er Amin Stevens,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Við getum slegið því á föstu að þetta sér besti leikmaðurinn eða mesti yfirburðarleikmaðurinn í þessari deild síðan að Körfuboltakvöld byrjaði,“ sagði Kjartan Atli og beindi orðum sínum til Jóns Halldórs Eðvaldssonar. „Þetta er eini erlendi leikmaðurinn sem ég hef ekki rekið held ég,“ sagði Jón Halldór hlæjandi en hann hefur verið lengi háttsettur í Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. „Þessi gæi var bara fáránlega góður í körfubolta, bæði í vörn og sókn. Hann var skrímsli undir körfunni í fráköstum, hann skorað alls staðar í kringum körfuna og var með geggjað ‚mid-range' skot. Eina sem hann gat ekki af einhverju viti var að skjóta þriggja stiga skotum,“ sagði Jón Halldór. Amin Khalil Stevens spilaði með Keflavík 2016-17 tímabilið þá var hann með 28,6 stig og 16,0 fráköst að meðaltali í leik. „Hann var bara óstöðvandi. Ég þjálfaði á móti honum og það var voðaleg lítið hægt að gera. Þú varst heldur ekki með neina Evrópumenn eða aðra til þess að dekka hann. Þetta voru bara íslensku strákarnir og var nánast bara svikamylla,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla, Jón Halldór og Benedikt ræða leikmennina sem urðu efstir í kosningu sérfræðinganna á bestu erlendu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Bestu erlendu leikmennirnir Listinn yfir erlendu leikmennina sem komust á blað hjá sérfræðingunum má sjá hér fyrir neðan. Skjámynd/S2 Sport
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira