Völdu bestu erlendu leikmennina í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 14:00 Amin Khalil Stevens var frábær með liði Keflavíkur. Skjámynd/S2 Sport Domino´s Körfuboltakvöld er á sínu sjötta tímabili og við það tækifæri ákváðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir hans að velja bestu erlendu leikmennina sem hafa spilað í deildinni á tíma Domino´s Körfuboltakvölds. „Við erum að tala um hæfileikaríkustu og bestu leikmennina sem við höfðum séð síðan Körfuboltakvöld hóf göngu sína. Einn leikmaður var í öllum liðunum okkar og það er Amin Stevens,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Við getum slegið því á föstu að þetta sér besti leikmaðurinn eða mesti yfirburðarleikmaðurinn í þessari deild síðan að Körfuboltakvöld byrjaði,“ sagði Kjartan Atli og beindi orðum sínum til Jóns Halldórs Eðvaldssonar. „Þetta er eini erlendi leikmaðurinn sem ég hef ekki rekið held ég,“ sagði Jón Halldór hlæjandi en hann hefur verið lengi háttsettur í Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. „Þessi gæi var bara fáránlega góður í körfubolta, bæði í vörn og sókn. Hann var skrímsli undir körfunni í fráköstum, hann skorað alls staðar í kringum körfuna og var með geggjað ‚mid-range' skot. Eina sem hann gat ekki af einhverju viti var að skjóta þriggja stiga skotum,“ sagði Jón Halldór. Amin Khalil Stevens spilaði með Keflavík 2016-17 tímabilið þá var hann með 28,6 stig og 16,0 fráköst að meðaltali í leik. „Hann var bara óstöðvandi. Ég þjálfaði á móti honum og það var voðaleg lítið hægt að gera. Þú varst heldur ekki með neina Evrópumenn eða aðra til þess að dekka hann. Þetta voru bara íslensku strákarnir og var nánast bara svikamylla,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla, Jón Halldór og Benedikt ræða leikmennina sem urðu efstir í kosningu sérfræðinganna á bestu erlendu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Bestu erlendu leikmennirnir Listinn yfir erlendu leikmennina sem komust á blað hjá sérfræðingunum má sjá hér fyrir neðan. Skjámynd/S2 Sport Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld er á sínu sjötta tímabili og við það tækifæri ákváðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir hans að velja bestu erlendu leikmennina sem hafa spilað í deildinni á tíma Domino´s Körfuboltakvölds. „Við erum að tala um hæfileikaríkustu og bestu leikmennina sem við höfðum séð síðan Körfuboltakvöld hóf göngu sína. Einn leikmaður var í öllum liðunum okkar og það er Amin Stevens,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Við getum slegið því á föstu að þetta sér besti leikmaðurinn eða mesti yfirburðarleikmaðurinn í þessari deild síðan að Körfuboltakvöld byrjaði,“ sagði Kjartan Atli og beindi orðum sínum til Jóns Halldórs Eðvaldssonar. „Þetta er eini erlendi leikmaðurinn sem ég hef ekki rekið held ég,“ sagði Jón Halldór hlæjandi en hann hefur verið lengi háttsettur í Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. „Þessi gæi var bara fáránlega góður í körfubolta, bæði í vörn og sókn. Hann var skrímsli undir körfunni í fráköstum, hann skorað alls staðar í kringum körfuna og var með geggjað ‚mid-range' skot. Eina sem hann gat ekki af einhverju viti var að skjóta þriggja stiga skotum,“ sagði Jón Halldór. Amin Khalil Stevens spilaði með Keflavík 2016-17 tímabilið þá var hann með 28,6 stig og 16,0 fráköst að meðaltali í leik. „Hann var bara óstöðvandi. Ég þjálfaði á móti honum og það var voðaleg lítið hægt að gera. Þú varst heldur ekki með neina Evrópumenn eða aðra til þess að dekka hann. Þetta voru bara íslensku strákarnir og var nánast bara svikamylla,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla, Jón Halldór og Benedikt ræða leikmennina sem urðu efstir í kosningu sérfræðinganna á bestu erlendu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Bestu erlendu leikmennirnir Listinn yfir erlendu leikmennina sem komust á blað hjá sérfræðingunum má sjá hér fyrir neðan. Skjámynd/S2 Sport
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins