Þegar skólastofan var færð heim í stofu Lára Halla Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 09:00 Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi. Nemendurnir, þau hafa lítið sem ekkert komið inn í skólann sinn í haust og jafnvel ekki hitt alla kennarana sína í eigin persónu. Öll tengdust þau því tímanum í gegnum tölvu eða síma, alveg eins og á hverjum degi síðustu mánuði. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er ekkert leyndarmál að ég var stressuð fyrir fyrsta tímanum. Myndum við ná einhverju sambandi við nemendur, svona í gegnum tölvuna? Myndi tæknin bregðast okkur, sambandið rofna með tilheyrandi vandræðum? Ég hefði ekki þurfti að hafa svona miklar áhyggjur. Nemendurnir mættu, tóku vel á móti okkur og stóðu sig með prýði. Það sem situr eftir hjá mér í lok vikunnar er gífurleg aðdáun í garð framhaldsskólanema og þakklæti fyrir að þau hafi gefið mér innsýn inn í líf sitt þessa önnina. Þvílík seigla, þvílík aðlögunarhæfni. Þið eruð hetjur. Í vor og svo aftur í haust reyndi verulega á útsjónarsemi kennara þegar þau þurftu skyndilega að útfæra kennsluna á allt hátt. Þau stóðu ekki lengur vaktina í hinni hefðbundnu kennslustofu, heldur í stofunni heima. Eða jafnvel svefnherberginu. Þau hafa gert sitt besta og miklu meira en það. Í vikunni sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að komið væri að þolmörkum hjá framhaldsskólanemum landsins. Málefni þeirra yrðu í algjörum forgangi þegar hægt væri að létta á sóttvörnum. Ég er hjartanlega sammála og vona jafnframt að hugað verði að kennurunum þeirra sem hafa verið undir gífurlegu álagi síðustu mánuði. Unga fólkið okkar þarf og mun þurfa stuðning til að vinna úr þessum mánuðum. Það tekur á að sitja heima allan daginn, alla önnina. Þau geta ekki brotið upp daginn með því að fara í sund, hitta vinina í ræktinni eða skellt sér á rúntinn. Þau geta ekki hlakkað til þess að fara á ball eða taka þátt í öðru félagslífi. Þau mynda ekki tengsl í matsalnum, ástarlífið er eflaust með daufara móti. Vonir og væntingar sem þau höfðu til framhaldsskólalífsins eru víðsfjarri. Eftir nokkur ár mun enginn muna hversu mörg ár eða annir þið voruð að ljúka námi í framhaldsskóla. Það skiptir engu máli. Þið eruð nemendurnir sem tókust á við gjörbreyttar aðstæður til náms og gangið saman út í lífið með þá reynslu í farteskinu. Takið ykkur tíma til að ljúka námi og nýtið alla þá aðstoð sem ykkur stendur til boða. Gangi ykkur sem allra best! Höfundur er að læra að verða íslenskukennari í framhaldsskóla og í vettvangsnámi í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Hún er einnig mjög þakklát móðir tveggja ára barns sem fær að mæta í leikskólann og sannfærð um að kennarar á öllum skólastigum hafi lyft grettistaki síðustu mánuði.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar