Viðskipti innlent

Rann­veig og Gísli ráðin í stjórn­enda­stöður hjá Seðla­bankanum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rannveig Júníusdóttir (t.v.) og Gísli Óttarsson hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá Seðlabanka Íslands.
Rannveig Júníusdóttir (t.v.) og Gísli Óttarsson hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands

Rannveig Júníusdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands og Gísli Óttarsson hefur verið ráðinn í stöðu áhættustjóra Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Rannveig hóf störf í gjaldeyriseftirliti Seðlabankans árið 2011, fyrst sem sérfræðingur í undanþágudeild og síðar sem sérfræðingur rannsóknardeildar gjaldeyriseftirlitsins frá 2012 til 2013. Þá starfaði hún sem forstöðumaður rannsókna frá 2013 til 2016 og loks sem framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits frá árinu 2016 til 2019.

Rannveig gegndi stöðu forstöðumanns gjaldeyrisáhættu á fjármálastöðugleikasviði frá 2019 og hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjóra frá 8. janúar 2020.

Gísli starfaði sem framkvæmdastjóri áhættustýringar Arion banka frá 2009 til 2020 en þar áður var hann forstöðumaður áhættustýringar Kaupþings banka frá 2006 til 2008 og stjórnandi í hugbúnaðarþróun Mechanical Dynamics Inc frá 1994 til 2006.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×