Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir umræðum um sóttvarnaraðgerðir í þinginu? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:01 Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Í dag fór fram umræða þar sem heilbrigðisráðherra gaf þinginu skýrslu og þingmenn tóku í kjölfarið til orða. Þessi umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Stærstu verkefnin í kjölfar heimsfaraldursins eru þrjú. Að verja líf og heilbrigði þjóðar og að verja heilbrigðiskerfið. Við erum að horfa á dýpstu kreppu í hundrað ár. Þriðja verkefnið lýtur svo að líðan þjóðar. Afleiðingar þar er annarsvegar til skemmri tíma en um leið lengri. Öll eru þessi verkefni gríðarstór og aðgerðir til að verja þessa hagsmuni verða að ganga hönd í hönd. Upp á það hefur vantað. Hvers vegna bað Viðreisn um þessa umræðu? Í ástandi sem þessu er það ekki aðeins réttur þings að eiga samtal við ráðherra hér í þingsal, um forsendur og sviðsmyndir. Það er skylda þingsins að rækja eftirlitshlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta er grundvallatriði og þessi skylda er enn ríkari nú þegar ljóst er að erfitt ástand er langvarandi. Felst í því einhver afstaða okkar flokks til tiltekinna sóttvarnaraðgerða? Að við teljum þær of harðar eða mildar? Nei, samtalið snýst ekki um það, heldur um upplýsingar og forsendur. Skoðanir um sóttvarnir eru skiptar innan þings eins og annars staðar, eins og raunar kristallaðist í umræðu inni í þingsal áðan. Umræða hefur mikið snúist um samspil sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Lagaleg og pólitísk álitaefni eru fleiri en sóttvarnarlög, heimildir og valdmörk þar. Önnur grundvallarspurning er um samspil þings og ráðherra. Og það er ástæða þess að Viðreisn lagði fram þessa ósk. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum má það ekki verða niðurstaðan að þingið hafi verið vængstýft í umræðunni, heldur að þingið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu og fengið forsendur til þess að geta gert það. Það er því mikilvægt að ráðherra hafi tekið vel í þessa ósk Viðreisnar. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt skyldu sinni um eftirlit er upplýsingagjöf. Ég held því ekki fram að engin umræða hafi átt sér stað en við vitum þó að það hefur fyrst og fremst verið um efnahagsaðgerðir. Það hefur vantað að þingið hafi fengið upplýsingar um forsendur og sviðsmyndir að baki sóttvarnaraðgerðum, en slíkar forsendur hafa áhrif á efnahagsaðgerðirnar. Kraftmiklum sóttvarnaraðgerðum verða að fylgja kraftmiklar efnahagsaðgerðir. Þær verða að vera jafnar að þunga og kynntar til leiks samhliða. Þegar bið eftir efnahagsaðgerðum er löng, eins og verið hefur, þá framkallar það þreytu og jafnvel vonleysi. Löng bið eftir efnahagsaðgerðum er líka til þess fallin að draga úr skilningi og stuðningi við sóttvarnaraðgerðir. Viðreisn beindi því til heilbrigðisráðherra í dag að hún myndi fyrir hönd stjórnarinnar bregðast við þessum athugasemdum. Það getur ekki gengið til lengri tíma að efnahagsaðgerðir dragist né að þær séu ekki í samræmi við þunga sóttvarnaraðgerða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Í dag fór fram umræða þar sem heilbrigðisráðherra gaf þinginu skýrslu og þingmenn tóku í kjölfarið til orða. Þessi umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Stærstu verkefnin í kjölfar heimsfaraldursins eru þrjú. Að verja líf og heilbrigði þjóðar og að verja heilbrigðiskerfið. Við erum að horfa á dýpstu kreppu í hundrað ár. Þriðja verkefnið lýtur svo að líðan þjóðar. Afleiðingar þar er annarsvegar til skemmri tíma en um leið lengri. Öll eru þessi verkefni gríðarstór og aðgerðir til að verja þessa hagsmuni verða að ganga hönd í hönd. Upp á það hefur vantað. Hvers vegna bað Viðreisn um þessa umræðu? Í ástandi sem þessu er það ekki aðeins réttur þings að eiga samtal við ráðherra hér í þingsal, um forsendur og sviðsmyndir. Það er skylda þingsins að rækja eftirlitshlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta er grundvallatriði og þessi skylda er enn ríkari nú þegar ljóst er að erfitt ástand er langvarandi. Felst í því einhver afstaða okkar flokks til tiltekinna sóttvarnaraðgerða? Að við teljum þær of harðar eða mildar? Nei, samtalið snýst ekki um það, heldur um upplýsingar og forsendur. Skoðanir um sóttvarnir eru skiptar innan þings eins og annars staðar, eins og raunar kristallaðist í umræðu inni í þingsal áðan. Umræða hefur mikið snúist um samspil sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Lagaleg og pólitísk álitaefni eru fleiri en sóttvarnarlög, heimildir og valdmörk þar. Önnur grundvallarspurning er um samspil þings og ráðherra. Og það er ástæða þess að Viðreisn lagði fram þessa ósk. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum má það ekki verða niðurstaðan að þingið hafi verið vængstýft í umræðunni, heldur að þingið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu og fengið forsendur til þess að geta gert það. Það er því mikilvægt að ráðherra hafi tekið vel í þessa ósk Viðreisnar. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt skyldu sinni um eftirlit er upplýsingagjöf. Ég held því ekki fram að engin umræða hafi átt sér stað en við vitum þó að það hefur fyrst og fremst verið um efnahagsaðgerðir. Það hefur vantað að þingið hafi fengið upplýsingar um forsendur og sviðsmyndir að baki sóttvarnaraðgerðum, en slíkar forsendur hafa áhrif á efnahagsaðgerðirnar. Kraftmiklum sóttvarnaraðgerðum verða að fylgja kraftmiklar efnahagsaðgerðir. Þær verða að vera jafnar að þunga og kynntar til leiks samhliða. Þegar bið eftir efnahagsaðgerðum er löng, eins og verið hefur, þá framkallar það þreytu og jafnvel vonleysi. Löng bið eftir efnahagsaðgerðum er líka til þess fallin að draga úr skilningi og stuðningi við sóttvarnaraðgerðir. Viðreisn beindi því til heilbrigðisráðherra í dag að hún myndi fyrir hönd stjórnarinnar bregðast við þessum athugasemdum. Það getur ekki gengið til lengri tíma að efnahagsaðgerðir dragist né að þær séu ekki í samræmi við þunga sóttvarnaraðgerða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar