„Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:12 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. HÍ/Kristinn Ingvarsson Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira