„Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:12 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. HÍ/Kristinn Ingvarsson Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira