Helga og Sveinn til Orkídeu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 13:52 Helga Gunnlaugsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson. Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. Orkídea er samstarfsverkefni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landsvirkjunar, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýsköpun á Suðurlandi. Þá hefur Helga Gunnlaugsdóttir verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri verkefnisins. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög ánægjulegt. Hér á Suðurlandi er mikil reynsla af hátæknimatvælaframleiðslu og öflugir frumkvöðlar sem ég hlakka mjög til að vinna með. Okkur eru allir vegir færir,“ segir Sveinn í tilkynningu. Sveinn starfaði áður meðal annars sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri um uppbyggingu ylræktar á Hellisheiði, framkvæmdastjóri Starfsafls starfsmenntasjóðs, skólameistari Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum s.s. í stjórn Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands og tekið þátt fjölmörgum verkefnum á sviði náttúrunýtingar og ylræktar. Sveinn útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf, Ph.D., í plöntulífeðlisfræði frá Lundi í Svíþjóð, docent titil við sænska landbúnaðarháskólann og M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Helga hefur starfað hjá Matís í 14 ár þar sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem tengjast nýsköpun og rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og lýðheilsu. Helga hefur verið gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frá 2012. Helga er með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í matvælafræði frá Tækniháskólanum í Nova Scotia í Kanada og doktorspróf í matvælaverkfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. „Ég hef mikinn áhuga á að gera íslenska matvælaframleiðslu umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku og stuðla að nýsköpun og verðmætasköpun á sviði matvælaframleiðslu með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi og hlakka mikið til að beita þekkingu minni og reynslu við að takast á við ný verkefni. Ég tel að Ísland eigi mikla möguleika á að takast á við samfélagslegar áskoranir sem tengjast fæðuöryggi, sjálfbærni og umhverfismálum með aukinni nýtingu á grænni orku og vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða,“ segir Helga. Vistaskipti Nýsköpun Landsvirkjun Landbúnaður Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. Orkídea er samstarfsverkefni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landsvirkjunar, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýsköpun á Suðurlandi. Þá hefur Helga Gunnlaugsdóttir verið ráðin rannsókna- og þróunarstjóri verkefnisins. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög ánægjulegt. Hér á Suðurlandi er mikil reynsla af hátæknimatvælaframleiðslu og öflugir frumkvöðlar sem ég hlakka mjög til að vinna með. Okkur eru allir vegir færir,“ segir Sveinn í tilkynningu. Sveinn starfaði áður meðal annars sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri um uppbyggingu ylræktar á Hellisheiði, framkvæmdastjóri Starfsafls starfsmenntasjóðs, skólameistari Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum s.s. í stjórn Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands og tekið þátt fjölmörgum verkefnum á sviði náttúrunýtingar og ylræktar. Sveinn útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands, doktorspróf, Ph.D., í plöntulífeðlisfræði frá Lundi í Svíþjóð, docent titil við sænska landbúnaðarháskólann og M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Helga hefur starfað hjá Matís í 14 ár þar sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem tengjast nýsköpun og rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu og lýðheilsu. Helga hefur verið gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frá 2012. Helga er með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í matvælafræði frá Tækniháskólanum í Nova Scotia í Kanada og doktorspróf í matvælaverkfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. „Ég hef mikinn áhuga á að gera íslenska matvælaframleiðslu umhverfisvænni með nýtingu grænnar orku og stuðla að nýsköpun og verðmætasköpun á sviði matvælaframleiðslu með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi og hlakka mikið til að beita þekkingu minni og reynslu við að takast á við ný verkefni. Ég tel að Ísland eigi mikla möguleika á að takast á við samfélagslegar áskoranir sem tengjast fæðuöryggi, sjálfbærni og umhverfismálum með aukinni nýtingu á grænni orku og vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða,“ segir Helga.
Vistaskipti Nýsköpun Landsvirkjun Landbúnaður Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira