Viðskipti innlent

Ætla að byrja að rukka fyrir rafhleðsluna í miðbænum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rafbílll í hleðslu.
Rafbílll í hleðslu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær, tillögu frá skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, að hefja gjaldtöku á hleðslustöðvum fyrir rafbíla í miðborginni sem borgin rekur.

Þrettán stöðvar voru settar upp í miðborginni árið 2018 og var verkefninu ætlað að örva orkuskipti í samgöngum. Fimm þeirra er að finna í bílastæðahúsum en sjö eru á götustæðum víðsvegar um miðbæinn. Hingað til hefur hleðsla á þessum stöðum verið gjaldfrjáls en nú er að verða breyting á því.

Mikilvægt að gæta að samkeppni

Í tillögunni segir að gjaldtaka muni hvetja menn til að losa stæðin fyrr en ella auk þess sem að með gjaldtöku sé gætt að samkeppni á þessum markaði, en hleðslustöðvum sem reknar eru af einkaaðilum hefur fjölgað undanfarið auk þess sem rafbílum fer hratt fjölgandi á landinu öllu. Þá hefur borgin jafnframt boðið út rekstur hleðslustöðva á þrjátíu og tveimur stöðum í borgarlandinu öllu og þar er gert ráð fyrir að þjónustuaðili innheimti gjald. Því sé tímabært að rukka einnig í miðborginni.

Enn á eftir að útfæra gjaldtökuna en í bréfinu segir að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
6
279.021
FESTI
1,48
2
51.300
HAGA
1,07
5
245.900
ARION
1,05
4
78.194
SIMINN
0,4
3
173.750

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,79
1
31.250
ICEAIR
0
17
7.406
ORIGO
0
1
35
KVIKA
0
1
432
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.