Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 17:39 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 12,3 prósent á milli ára sem skýrist af hærri tekjum frá eignastýringu, fjárfestingabankastarfsemi og verðbréfamiðlun, en einnig vegna sölu Borgunar hf. þar sem eyðingarfærslur fyrsta árshelmings voru bakfærðar í kjölfar sölu dótturfélagsins. Hrein fjármagnsgjöld voru 255 milljónir króna. Stjórnunarkostnaður lækkaði um 8,9 prósent sem skýrist af áframhaldandi kostnaðarhagræðingu og aðgerðum fyrri tímabila. Neikvæð virðisbreyting útlána á þriðja ársfjórðungi nam 1,1 milljarði króna og tengist að mestu leyti áhrifum af COVID-19 faraldrinum og uppfærslu efnahagssviðsmynda, að því er segir í tilkynningunni. Útlán til viðskiptavina jukust um 37 milljarða króna á fjórðungnum, þar vegur þyngst aukning húsnæðislána að sögn bankans. Innlán viðskiptavina jukust um 17,4 milljarða króna á fjórðungnum, aðallega vegna aukningar í innánum frá einstaklingum og lífeyrissjóðum. Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 3,2 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár eftir skatt var 2,4 prósent á ársgrundvelli. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 6,8 milljörðum krína. „Minni hagnaður skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 7,0 ma. kr. en mat á væntu útlánatapi byggist meðal annars á ítarlegu mati á áhrifum COVID-19 faraldursins á útlánasafn bankans. Að auki námu fjármagnsgjöld 2,2 ma. kr. sem má að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í tilkynningunni „Árið hefur einkennst af þjónustu og lausnum fyrir okkar viðskiptavini sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum vegna COVID-19 en um 700 viðskiptavinir hafa fengið frystingu á lánum sínum. Í nýrri efnahagsspá er búist við samdrætti á árinu 2020 en að viðsnúningur með jákvæðum hagvexti verði strax á næsta ári. Við munum halda áfram að vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini og munum verða þátttakendur í viðspyrnunni með þeim. Bankinn var umsjónaraðili með vel heppnuðu hlutafjárútboði Icelandair á fjórðungnum sem kemur til með að tryggja góða undirstöðu fyrir ferðaþjónustuna þegar ferðatakmörkunum léttir. Í aðdraganda útboðsins kom sjálfvirk stofnun viðskipta með fjármálagerninga sér vel en þúsundir viðskiptavina nýttu lausnina við þátttöku í útboðinu,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Íslenskir bankar Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 12,3 prósent á milli ára sem skýrist af hærri tekjum frá eignastýringu, fjárfestingabankastarfsemi og verðbréfamiðlun, en einnig vegna sölu Borgunar hf. þar sem eyðingarfærslur fyrsta árshelmings voru bakfærðar í kjölfar sölu dótturfélagsins. Hrein fjármagnsgjöld voru 255 milljónir króna. Stjórnunarkostnaður lækkaði um 8,9 prósent sem skýrist af áframhaldandi kostnaðarhagræðingu og aðgerðum fyrri tímabila. Neikvæð virðisbreyting útlána á þriðja ársfjórðungi nam 1,1 milljarði króna og tengist að mestu leyti áhrifum af COVID-19 faraldrinum og uppfærslu efnahagssviðsmynda, að því er segir í tilkynningunni. Útlán til viðskiptavina jukust um 37 milljarða króna á fjórðungnum, þar vegur þyngst aukning húsnæðislána að sögn bankans. Innlán viðskiptavina jukust um 17,4 milljarða króna á fjórðungnum, aðallega vegna aukningar í innánum frá einstaklingum og lífeyrissjóðum. Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 3,2 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár eftir skatt var 2,4 prósent á ársgrundvelli. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 6,8 milljörðum krína. „Minni hagnaður skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 7,0 ma. kr. en mat á væntu útlánatapi byggist meðal annars á ítarlegu mati á áhrifum COVID-19 faraldursins á útlánasafn bankans. Að auki námu fjármagnsgjöld 2,2 ma. kr. sem má að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í tilkynningunni „Árið hefur einkennst af þjónustu og lausnum fyrir okkar viðskiptavini sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum vegna COVID-19 en um 700 viðskiptavinir hafa fengið frystingu á lánum sínum. Í nýrri efnahagsspá er búist við samdrætti á árinu 2020 en að viðsnúningur með jákvæðum hagvexti verði strax á næsta ári. Við munum halda áfram að vera til staðar fyrir okkar viðskiptavini og munum verða þátttakendur í viðspyrnunni með þeim. Bankinn var umsjónaraðili með vel heppnuðu hlutafjárútboði Icelandair á fjórðungnum sem kemur til með að tryggja góða undirstöðu fyrir ferðaþjónustuna þegar ferðatakmörkunum léttir. Í aðdraganda útboðsins kom sjálfvirk stofnun viðskipta með fjármálagerninga sér vel en þúsundir viðskiptavina nýttu lausnina við þátttöku í útboðinu,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira