Körfubolti

Tryggvi kominn á toppinn í allri ACB deildinnni í tveimur tölfræðiþáttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með Casademont Zaragoza í Evrópukeppninni í vetur.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með Casademont Zaragoza í Evrópukeppninni í vetur. EPA-EFE/Wojtek Jargilo

Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason er með bestu skotnýtinguna í fyrstu sjö umferðunum í spænsku ACB-deildinni í körfubolta.

Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig og nýtti öll fimm skotin sín á móti Valencia um helgina en Casademont Zaragoza varð reyndar að sætta sig við níu stiga tap á móti Martin Hermannssyni og félögum.

Tryggvi Snær Hlinason hækkaði þar með skotnýtinguna sína á tímabilinu upp í 83,7 prósent og þar með komst hann í efsta sætið yfur bestu skotnýtinguna í deildinni.

Tryggvi hefur nýtt öll tíu skotin sín í síðustu tveimur leikjum Zaragoza liðsins í spænsku deildinni. Hann hefur enn fremur nýtt 17 af 18 skotum sínum í síðustu fjórum leikjum eða 94 prósent skotanna.

Af þessum 36 körfum sem Tryggvi hefur skorað til þess í deildinni á tímabilinu hafa átján þeirra, eða helmingur, komið með troðslum. Tryggvi er áfram sá leikmaður sem hefur troðið boltanum oftast í körfuna í ACB í vetur.

Tryggvi hefur skorað tíu stig eða meira í öllum sjö deildarleikjum tímabilsins og er með 11,7 stig og 7,0 fráköst að meðaltali á 21,3 mínútum í leik.

Tryggvi er inn á topp tíu í fráköstum (7,0 - 4. sæti) og framlagi (17,3 í leik - 9. sæti) og þá deilir hann tíunda sæti í vörðum skotum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.