Viðskipti innlent

Flosi ráðinn sviðs­stjóri hjá Borgar­byggð

Atli Ísleifsson skrifar
Flosi H. Sigurðsson.
Flosi H. Sigurðsson. Borgarbyggð

Flosi H. Sigurðsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs Borgarbyggðar.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að sveitarstjórn hafi samþykkt ráðninguna á fundi sínum í dag.

„Flosi lauk B.A. gráðu í lögfræði árið 2008 og M.A gráðu í lögfræði árið 2010. Árið 2010 öðlaðist hann réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi og árið 2018 hlaut hann réttindi til að flytja mál fyrir Landsrétti.

Flosi hefur undanfarin ár unnið sem framkvæmdastjóri og lögmaður hjá OPUS lögmönnum, auk þess er hann einnig einn af eigendum stofunnar. Sérsvið hans hafa verið forsjármál, fjárskipti, skiptastjórn og stjórnsýslumál. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Greiðslu ehf. samhliða því að sinna stundakennslu við Háskóla Íslands.“

Alls bárust átján umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,77
18
654.460
VIS
1,62
15
256.765
SYN
1,21
6
15.650
REITIR
0,83
8
71.159
SIMINN
0,65
4
127.431

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,09
4
148.355
TM
-1,96
6
144.833
ICESEA
-1,12
3
19.596
REGINN
-1,06
3
134.733
SKEL
-1,04
11
253.157
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.