Viðskipti erlent

British Airways leggur júmbó-þotunni

Sylvía Hall skrifar
Ekkert annað flugfélag hefur haft jafn margar júmbó-þotur í flugáætlun sinni.
Ekkert annað flugfélag hefur haft jafn margar júmbó-þotur í flugáætlun sinni. Vísir/Getty

Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu.

Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins.

Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar.

Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“.

„Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins.

Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-4,4
9
18.593
ORIGO
-4,38
14
29.048
ICESEA
-3,31
13
72.898
KVIKA
-3,2
58
839.160
VIS
-3,03
21
444.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.