Þegar lífið fer á hvolf Katrín Edda Snjólaugsdóttir skrifar 13. október 2020 15:00 Greining lífsógnandi sjúkdóms setur tilveru þess sem veikist og fjölskyldu hans á hvolf. Í því ferli sem tekur við er viðeigandi að beita hugmyndafræði líknarmeðferðar. Margir tengja orðið líkn við dauða og að líknarmeðferð sé einungis veitt er þeim sem eru dauðvona en í raun snýst líknarmeðferð um lífið sjálft. Þess vegna vilja margir frekar kalla hana stuðningsmeðferð en líknarmeðferð, þar sem stuðningsmeðferð er í huga margra mildara orð og auðveldara að tengja það frá dauðanum. Líkn er í raun afar fallegt hugtak sem felur í sér að vilja lina þjáningar og er því í sjálfu sér ekki tengd dauðanum heldur lífinu sjálfu þó svo litið sé á dauðann sem eðlilegt ferli. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknarmeðferð hefur meðferðin þróast frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok, í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi. Markmið hennar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, félagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við bestu mögulegu lífsgæði. Þannig er hægt að veita líknarmeðferð samhliða læknanlegum sjúkdómi og snýr þá meðferðin að lina einkenni en vægi líknarmeðferðar eykst síðan eftir framgangi sjúkdóms. Samtal um óskir og væntingar einstaklingsins er mikilvægur þáttur líknarmeðferðar, þar sem rætt er um við hverju megi búast og hvað er einstaklingnum mikilvægast. Í slíku samtali fær einstaklingur með lífsógnandi sjúkdóm tækifæri til ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um óskir sínar og lífsgildi sem hafa á að leiðarljósi í ákvörðun um umönnun og meðferð. Mikilvægt er að það samtal eigi sér stað áður en einstaklingurinn verður of veikur til að taka ákvarðanir. Líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að þeim veika heldur felur hún einnig í sér að meta líðan og þarfir fjölskyldunnar og styðja hana við að takast á við breyttar aðstæður með áherslu á lífsgæði. Líknarmeðferð felur ekki í sér að flýta yfirvofandi dauða heldur að hlúa heildrænt að þeim veika og aðstandendum hans. Nálgun hennar er einstaklingsmiðuð og felur í sér að draga úr einkennum eins og verkjum og veita stuðning í samræmi þarfir þeirra sem hana hljóta. Líknarmeðferð lýkur ekki við andlát heldur felur hún einnig í sig eftirfylgd við þá sem eftir lifa. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans. Heimild: Landspítali (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Greining lífsógnandi sjúkdóms setur tilveru þess sem veikist og fjölskyldu hans á hvolf. Í því ferli sem tekur við er viðeigandi að beita hugmyndafræði líknarmeðferðar. Margir tengja orðið líkn við dauða og að líknarmeðferð sé einungis veitt er þeim sem eru dauðvona en í raun snýst líknarmeðferð um lífið sjálft. Þess vegna vilja margir frekar kalla hana stuðningsmeðferð en líknarmeðferð, þar sem stuðningsmeðferð er í huga margra mildara orð og auðveldara að tengja það frá dauðanum. Líkn er í raun afar fallegt hugtak sem felur í sér að vilja lina þjáningar og er því í sjálfu sér ekki tengd dauðanum heldur lífinu sjálfu þó svo litið sé á dauðann sem eðlilegt ferli. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknarmeðferð hefur meðferðin þróast frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok, í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi. Markmið hennar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, félagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við bestu mögulegu lífsgæði. Þannig er hægt að veita líknarmeðferð samhliða læknanlegum sjúkdómi og snýr þá meðferðin að lina einkenni en vægi líknarmeðferðar eykst síðan eftir framgangi sjúkdóms. Samtal um óskir og væntingar einstaklingsins er mikilvægur þáttur líknarmeðferðar, þar sem rætt er um við hverju megi búast og hvað er einstaklingnum mikilvægast. Í slíku samtali fær einstaklingur með lífsógnandi sjúkdóm tækifæri til ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um óskir sínar og lífsgildi sem hafa á að leiðarljósi í ákvörðun um umönnun og meðferð. Mikilvægt er að það samtal eigi sér stað áður en einstaklingurinn verður of veikur til að taka ákvarðanir. Líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að þeim veika heldur felur hún einnig í sér að meta líðan og þarfir fjölskyldunnar og styðja hana við að takast á við breyttar aðstæður með áherslu á lífsgæði. Líknarmeðferð felur ekki í sér að flýta yfirvofandi dauða heldur að hlúa heildrænt að þeim veika og aðstandendum hans. Nálgun hennar er einstaklingsmiðuð og felur í sér að draga úr einkennum eins og verkjum og veita stuðning í samræmi þarfir þeirra sem hana hljóta. Líknarmeðferð lýkur ekki við andlát heldur felur hún einnig í sig eftirfylgd við þá sem eftir lifa. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans. Heimild: Landspítali (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun