Erlent

Flauta bar­þjóns sögð á­stæða mikillar út­breiðslu veirunnar í Ischgl

Atli Ísleifsson skrifar
Frá austurríska skíðabænum Ischgl í Ölpunum.
Frá austurríska skíðabænum Ischgl í Ölpunum. EPA

Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum après ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins.

Frá þessu segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Fjölmargir Íslendingar sem voru í skíðaferðalagi í bænum í febrúar greindust með kórónuveiru þegar heim var komið.

Austurrískir fjölmiðlar segja nú frá því líklega megi rekja smitin til þýsks barþjóns á þrítugsaldri á veitingastaðnum Kitzloch sem nýtur mikilla vinsælda meðal skíðafólks í bænum.

Sjá einnig: Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið

Maðurinn hafi verið með flautu sem hann notaði til að ryðja sér leið með veitingarnar inni á mannmörgum staðnum. Þegar leið á kvöldið og fjör hafi færst í leikinn hafi flautan svo gengið milli viðskiptavina staðarins.

Danska ríkisútvarpið segir að 139 danskir ríkisborgarar hafi smitast í Austurríki og komið svo með veiruna til heimalandsins. Um leið og upp komst að barþjónninn væri smitaður var hann settur í einangrun.

Alls hafa 860 manns greinst með smit í Austurríki. Hafa stjórnvöld þar í landi bannað samkomur með fimm manns eða fleiri.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×