Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 10:08 Fyrstu Boeing 757 þotunni var flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi vestur til Bandaríkjanna þar sem hún verður rifin. Visir/Vilhelm Gunnarsson. Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni: Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni:
Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36