Viðskipti innlent

1500 færri laus störf en á sama tíma í fyrra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lausum störfum hefur þó fjölgað um 400 frá því á öðrum ársfjórðungi.
Lausum störfum hefur þó fjölgað um 400 frá því á öðrum ársfjórðungi. Vísir/Hanna

Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um þrjú þúsund á þriðja ársfjórðungi 2020 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 204.400 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 1,5%.

Samanburður við þriðja ársfjórðung 2019 sýnir að lausum störfum hefur fækkað um 1.500 á milli ára en þau voru um 4500 á sama tíma í fyrra. Hlutfall lausra starfa lækkaði um 0,4 prósentustig. Mannaðar stöður eru nú 32.700 færri en á þriðja ársfjórðungi 2019.

Borið saman við annan ársfjórðung 2020 fjölgaði lausum störfum um 400. Fjöldi mannaðra starfa jókst um 5.700 störf á milli ársfjórðunga og hlutfall lausra starfa hækkaði um 0,2 prósentustig.

Með ársfjórðungi er átt við þriggja mánaða tímabil. Sá þriðji nær yfir júlí, ágúst og september.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×