Viðskipti innlent

Hlöllabátum í Smáralind lokað vegna smits

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefnt er á að opna Hlöllabáta í Smáralind aftur eftir viku.
Stefnt er á að opna Hlöllabáta í Smáralind aftur eftir viku. Hlöllabátar

Starfsmaður skyndibitastaðarins Hlöllabáta í Smáralind hefur greinst með Covid-19 smit. Staðnum hefur verið lokað í eina viku og allir starfsmenn staðarins í Smáralind sendir í sóttkví.

Í tilkynningu frá Hlöllabátum er þakkað fyrir gott samstarf við rakningarteymið.

Fyrirtækið bauð starfsmönnum Landspítala og lögreglu frían bát fyrr á árinu sem þakklætisvott. Starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar og rakningarteyminu er sömuleiðis boðið í frían bát á Höfðabakka eða Mosfellsbæ.

„Með þessu litla framlagi okkar vonum við að fólkið sem sinnir mikilvægu starfi í framlínunni finni þakklætið fyrir þeirra störf. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá stöndum við öll saman í þessari baráttu.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.