Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 09:38 Eimskip kveðst líta málið alvarlegum augum. Vísir/Rakel Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins, sem tekin voru til endurvinnslu á Indlandi og fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í síðustu viku. Félagið aflar nú gagna um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskips til Kauphallar nú á tíunda tímanum. Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embættis héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. Félagið hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál við sölu á skipunum. Fram kemur í tilkynningu Eimskips að félaginu þykir málið mjög leitt og líti það alvarlegum augum. Félagið hafi enda „lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi.“ Þó að félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu sé ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það hefði mátt gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópustöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Félagið heldur því einnig fram að allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 hafi samskipti Eimskips við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna bent til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Þá hafi sala skipanna ekki verið „aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum“. Unnið sé að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið. Félagið muni í kjölfarið yfirfara verkferla og „marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu.“ Forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, hélt því fram í þætti Kveiks því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Yfirlýsingin í heild sinni Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga enduðu tvö skip sem áður voru í eigu Eimskips í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi. Þó félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu er ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það má gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópu stöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Starfsemi kaupanda skipanna er ekki eingöngu í því fólgin að kaupa skip til endurvinnslu heldur einnig að leigja og selja til áframhaldandi rekstrar, enda þótt meginstarfsemi kaupandans sé vissulega hin fyrrnefnda. Allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 bentu samskipti félagsins við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Sala skipanna var ekki aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum. Eins og áður hefur komið fram var söluverð skipanna tveggja samtals 3,9 milljónir dollara. Á móti kemur að Eimskip greiddi eigandanum samtals 1,3 milljónir dollara í leigu á leigutímabilinu. Telur félagið mikilvægt að skýra frá því að söluverðið var óverulega hærra en fengist hefði í desember 2019 í endurvinnslustöð í Tyrklandi sem er á evrópskum lista yfir þær stöðvar sem mega endurvinna evrópsk skip. Unnið er að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið og mun félagið í kjölfarið yfirfara verkferla og marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri. „Einhugur er meðal stjórnar og stjórnenda Eimskips að draga lærdóm af málinu og aðlaga núverandi samfélags- og umhverfisstefnu til að tryggja að svona atvik, sem samræmist ekki þeim gildum og áherslum sem Eimskip starfar eftir, komi ekki fyrir aftur.“ Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Skipaflutningar Kauphöllin Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Sjá meira
Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins, sem tekin voru til endurvinnslu á Indlandi og fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í síðustu viku. Félagið aflar nú gagna um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskips til Kauphallar nú á tíunda tímanum. Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embættis héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. Félagið hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál við sölu á skipunum. Fram kemur í tilkynningu Eimskips að félaginu þykir málið mjög leitt og líti það alvarlegum augum. Félagið hafi enda „lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi.“ Þó að félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu sé ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það hefði mátt gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópustöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Félagið heldur því einnig fram að allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 hafi samskipti Eimskips við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna bent til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Þá hafi sala skipanna ekki verið „aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum“. Unnið sé að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið. Félagið muni í kjölfarið yfirfara verkferla og „marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu.“ Forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, hélt því fram í þætti Kveiks því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Yfirlýsingin í heild sinni Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga enduðu tvö skip sem áður voru í eigu Eimskips í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi. Þó félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu er ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það má gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópu stöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Starfsemi kaupanda skipanna er ekki eingöngu í því fólgin að kaupa skip til endurvinnslu heldur einnig að leigja og selja til áframhaldandi rekstrar, enda þótt meginstarfsemi kaupandans sé vissulega hin fyrrnefnda. Allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 bentu samskipti félagsins við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Sala skipanna var ekki aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum. Eins og áður hefur komið fram var söluverð skipanna tveggja samtals 3,9 milljónir dollara. Á móti kemur að Eimskip greiddi eigandanum samtals 1,3 milljónir dollara í leigu á leigutímabilinu. Telur félagið mikilvægt að skýra frá því að söluverðið var óverulega hærra en fengist hefði í desember 2019 í endurvinnslustöð í Tyrklandi sem er á evrópskum lista yfir þær stöðvar sem mega endurvinna evrópsk skip. Unnið er að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið og mun félagið í kjölfarið yfirfara verkferla og marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri. „Einhugur er meðal stjórnar og stjórnenda Eimskips að draga lærdóm af málinu og aðlaga núverandi samfélags- og umhverfisstefnu til að tryggja að svona atvik, sem samræmist ekki þeim gildum og áherslum sem Eimskip starfar eftir, komi ekki fyrir aftur.“
Yfirlýsingin í heild sinni Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga enduðu tvö skip sem áður voru í eigu Eimskips í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi. Þó félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu er ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það má gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópu stöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Starfsemi kaupanda skipanna er ekki eingöngu í því fólgin að kaupa skip til endurvinnslu heldur einnig að leigja og selja til áframhaldandi rekstrar, enda þótt meginstarfsemi kaupandans sé vissulega hin fyrrnefnda. Allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 bentu samskipti félagsins við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Sala skipanna var ekki aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum. Eins og áður hefur komið fram var söluverð skipanna tveggja samtals 3,9 milljónir dollara. Á móti kemur að Eimskip greiddi eigandanum samtals 1,3 milljónir dollara í leigu á leigutímabilinu. Telur félagið mikilvægt að skýra frá því að söluverðið var óverulega hærra en fengist hefði í desember 2019 í endurvinnslustöð í Tyrklandi sem er á evrópskum lista yfir þær stöðvar sem mega endurvinna evrópsk skip. Unnið er að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið og mun félagið í kjölfarið yfirfara verkferla og marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri. „Einhugur er meðal stjórnar og stjórnenda Eimskips að draga lærdóm af málinu og aðlaga núverandi samfélags- og umhverfisstefnu til að tryggja að svona atvik, sem samræmist ekki þeim gildum og áherslum sem Eimskip starfar eftir, komi ekki fyrir aftur.“
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Skipaflutningar Kauphöllin Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent