Viðskipti innlent

Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði

Heimir Már Pétursson skrifar
Verðbólga mælist nú 3,5 prósent eða prósentustigi hærri en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.
Verðbólga mælist nú 3,5 prósent eða prósentustigi hærri en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm

Verðbólga mælist nú 3,5 prósent og er yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands þriðja mánuðinn í röð og fer vaxandi. Verðbólgan hefur ekki mælst jafn mikil í sextán mánuði.

Markmið Seðlabanka Íslands er að verðbólga sé ekki meiri en 2,5 prósent og það markmið náðist í desember í fyrra þegar hún fór í tvö prósent eftir að hafa verið yfir markmiðinu í um níu mánuði. Verðbólga var síðan undir markmiði bankans allt frá desember fram í maí á þessu ári þegar hún fór í 2,6 prósent og hélst þannig í júní.

Peningastefnunefnd kynnir ákvörðun í vaxtamálum á miðvikudag í næstu viku. Hingað til hefur Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ekki haft miklar áhyggjur af verðbólgunni.Vísir/Vilhelm

Verðbólga fór síðan í þrjú prósent í júlí, 3,2 prósent í ágúst og nú í september mælist hún 3,5 prósent og hefur ekki verið meiri síðan í maí í fyrra.

Athygli vekur að vísitala neysluverðs hefur hækkað minna síðustu tólf mánuði með húsnæðisliðinn innanborðs eða um 3,5% eins og áður sagði en án hans hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,9%. Það bendir til að þróun húsnæðisverðs hafi dregið úr verðbólgunni undanfarið ár. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0,33
2
101.588

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-3,51
12
32.225
EIM
-3,19
3
966
ORIGO
-2,56
8
15.575
MAREL
-2,52
16
123.086
TM
-2,46
6
60.880
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.