Viðskipti innlent

Reynir Smári til Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Reynir Smári Atlason.
Reynir Smári Atlason. Landsbankinn

Reynir Smári Atlason hefur verið ráðinn til starfa hjá Landsbankanum þar sem hann mun sinna störfum tengdum samfélagsábyrgð og sjálfbærnimálum bankans.

Í tilkynningu frá bankanum segir að Reynir sé einn af stofnendum ráðgjafarfyrirtækisins Circular Solutions. Hann hafi í gegnum störf sín komið að flestum grænum skuldabréfaútgáfum hér á landi, ásamt því að aðstoða mörg af stærstu fyrirtækjum landsins við upplýsingagjöf um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.

„Reynir lauk doktorsprófi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Hann starfaði sem lektor við verkfræðideild Háskólans í Suður-Danmörku (SDU) frá 2015 til 2019. Á undanförnum árum hefur hann birt fjölda ritrýndra greina og bókakafla á sviði umhverfisvísinda og sjálfbærni,“ segir í tilkynningunni.

Reynir mun hefja störf hjá bankanum nú um mánaðamótin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
7,4
56
183.248
ORIGO
5,32
19
275.503
SJOVA
4,81
22
313.865
TM
3,3
11
132.865
SIMINN
3,27
19
239.725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
0
4
878
ICEAIR
0
21
14.694
FESTI
0
6
104.486
REITIR
0
10
37.738
EIK
0
4
27.280
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.