Fækkun ferðamanna heldur aftur af hækkun í leiguverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2020 15:29 Ferðamönnum hér á landi hefur fækkað rösklega vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Verulega hefur hægt á þróun leiguverðs hér á landi á síðustu mánuðum. Fækkun ferðamanna hefur gert það að verkum að íbúðir sem voru nýttar til skammtímaútleigu, skiluðu sér að einhverju leyti á almennan leigumarkað með þeim afleiðingum að framboð jókst og þrýstingur á leiguverð minnkaði. Fjöldi Airbnb íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú um 1600 en voru um 3500 þegar mest var. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% milli júlí og ágúst. Til samanburðar hækkaði kaupverð fjölbýlis rúmlega þrisvar sinnum meira, eða um 0,7% á sama tíma. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist nú 1,4% og sambærileg hækkun á íbúðaverði er 5,2%. Frá því í mars á þessu ári hefur 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði, en líkt og greint hefur verið frá í fyrri Hagsjám er talsverður kraftur í þróun íbúðaverðs um þessar mundir, á sama tíma og hægir á þróun leiguverðs. „Á sumarmánuðunum júní-ágúst var að jafnaði þriðjungi fleiri leigusamningum þinglýst en á sömu mánuðum fyrir ári síðan. Mestu munaði í júní þegar 610 leigusamningum var þinglýst, eða 60% fleiri en í júní í fyrra. Mikil aukning á nýjum leigusamningum samtímis því sem hægir á verðhækkunum, bendir til þess að framboð hafi aukist af leiguhúsnæði, og meira en sem nemur aukningu í eftirspurn,“ segir í hagsjánni. Líklegast skýringin á þeim sviptingum sem hafa átt sér stað á leigumarkaði sé að framboðið hafi hlutfallslega aukist mjög hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum fór að fækka og íbúðir sem nýttar voru til útleigu ferðamanna fóru í almenna útleigu. Þegar ferðamannastraumurinn stóð sem hæst voru allt að 3.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar til útleigu á vef Airbnb. Sá fjöldi hefur dregist saman og í ágúst voru um 1.600 íbúðir skráðar á vef Airbnb. Mánaðarlegt framboð Airbnb íbúða hefur því dregist saman um allt að 45% milli ára og nemur fækkunin allt að 1.400 íbúðum. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Verulega hefur hægt á þróun leiguverðs hér á landi á síðustu mánuðum. Fækkun ferðamanna hefur gert það að verkum að íbúðir sem voru nýttar til skammtímaútleigu, skiluðu sér að einhverju leyti á almennan leigumarkað með þeim afleiðingum að framboð jókst og þrýstingur á leiguverð minnkaði. Fjöldi Airbnb íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú um 1600 en voru um 3500 þegar mest var. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% milli júlí og ágúst. Til samanburðar hækkaði kaupverð fjölbýlis rúmlega þrisvar sinnum meira, eða um 0,7% á sama tíma. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist nú 1,4% og sambærileg hækkun á íbúðaverði er 5,2%. Frá því í mars á þessu ári hefur 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði, en líkt og greint hefur verið frá í fyrri Hagsjám er talsverður kraftur í þróun íbúðaverðs um þessar mundir, á sama tíma og hægir á þróun leiguverðs. „Á sumarmánuðunum júní-ágúst var að jafnaði þriðjungi fleiri leigusamningum þinglýst en á sömu mánuðum fyrir ári síðan. Mestu munaði í júní þegar 610 leigusamningum var þinglýst, eða 60% fleiri en í júní í fyrra. Mikil aukning á nýjum leigusamningum samtímis því sem hægir á verðhækkunum, bendir til þess að framboð hafi aukist af leiguhúsnæði, og meira en sem nemur aukningu í eftirspurn,“ segir í hagsjánni. Líklegast skýringin á þeim sviptingum sem hafa átt sér stað á leigumarkaði sé að framboðið hafi hlutfallslega aukist mjög hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum fór að fækka og íbúðir sem nýttar voru til útleigu ferðamanna fóru í almenna útleigu. Þegar ferðamannastraumurinn stóð sem hæst voru allt að 3.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar til útleigu á vef Airbnb. Sá fjöldi hefur dregist saman og í ágúst voru um 1.600 íbúðir skráðar á vef Airbnb. Mánaðarlegt framboð Airbnb íbúða hefur því dregist saman um allt að 45% milli ára og nemur fækkunin allt að 1.400 íbúðum.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira