Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 20:13 Lífeyrissjóðir eiga stóran hlut í Eimskip Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú stöðuna sem upp er komin eftir meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. Greint var frá því í dag að Umhverfisstofnun hefði kært Eimskip til héraðssaksóknara fyrir brot á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi, sem enduðu í niðurrifi við strendur Indlands. Eimskip hafnar ásökum um að hafa brotið lög. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í gær þar sem því var meðal annars haldið fram af forsvarmanni Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Lífeyrissjóðirnir skoða stöðuna Íslenskir lífeyrissjóðir eru á meðal stærstu eigenda Eimskipa og starfa þeir meðal annars eftir fjárfestingarstefnu þar sem horft er til samfélagslegrar- og umhverfislegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem fjárfest í. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem samtals á um níu prósenta hlut í félaginu, segir í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að sjóðurinn geri kröfu til þess að félög, sem sjóðurinn fjárfestir í, sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks mun sjóðurinn óska eftir skýringum frá Eimskip vegna þess sem þar kom fram,“ segir í svari frá Hörpu. LV lítur málið alvarlegum augum Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti eigandi Eimskips með 14,7 prósenta hlut. Í svari við fyrispurn Vísis vegna málsins segir að það sé nú til skoðunar hjá sjóðnum, en að það sé litið alvarlegum augum. Von sé á frekari viðbrögðum eftir helgi. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er meðal annars tekið fram að áhersla sé lögð á að stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í gæti að reglum og viðmiðum sem gilda fyrir viðkomandi starfsemi varðandi umhverfismál. Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandi Eimskips með 13,43 prósenta hlut. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að þau vinnubrögð sem lýst hafi verið í þætti Kveiks rími illa við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Málið verði tekið til skoðunar og beðið sé eftir viðbrögðum félagsins. Í yfirlýsingu sem Eimskip gaf út í dag vegna málsins hafnar það ásökunum um að það hafi brotið lög um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum tveimu. Félagið telji sig hafa farið eftir lögum í einu og öllu við söluna. Lífeyrissjóðir Umhverfismál Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú stöðuna sem upp er komin eftir meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. Greint var frá því í dag að Umhverfisstofnun hefði kært Eimskip til héraðssaksóknara fyrir brot á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi, sem enduðu í niðurrifi við strendur Indlands. Eimskip hafnar ásökum um að hafa brotið lög. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í gær þar sem því var meðal annars haldið fram af forsvarmanni Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Lífeyrissjóðirnir skoða stöðuna Íslenskir lífeyrissjóðir eru á meðal stærstu eigenda Eimskipa og starfa þeir meðal annars eftir fjárfestingarstefnu þar sem horft er til samfélagslegrar- og umhverfislegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem fjárfest í. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem samtals á um níu prósenta hlut í félaginu, segir í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að sjóðurinn geri kröfu til þess að félög, sem sjóðurinn fjárfestir í, sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks mun sjóðurinn óska eftir skýringum frá Eimskip vegna þess sem þar kom fram,“ segir í svari frá Hörpu. LV lítur málið alvarlegum augum Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti eigandi Eimskips með 14,7 prósenta hlut. Í svari við fyrispurn Vísis vegna málsins segir að það sé nú til skoðunar hjá sjóðnum, en að það sé litið alvarlegum augum. Von sé á frekari viðbrögðum eftir helgi. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er meðal annars tekið fram að áhersla sé lögð á að stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í gæti að reglum og viðmiðum sem gilda fyrir viðkomandi starfsemi varðandi umhverfismál. Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandi Eimskips með 13,43 prósenta hlut. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að þau vinnubrögð sem lýst hafi verið í þætti Kveiks rími illa við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Málið verði tekið til skoðunar og beðið sé eftir viðbrögðum félagsins. Í yfirlýsingu sem Eimskip gaf út í dag vegna málsins hafnar það ásökunum um að það hafi brotið lög um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum tveimu. Félagið telji sig hafa farið eftir lögum í einu og öllu við söluna.
Lífeyrissjóðir Umhverfismál Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42
Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun