Viðskipti innlent

Krónan mætt í miðbæ Reykjavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sólin skein á starfsmenn Krónunnar síðdegis sem voru í óðaönn að gera allt klárt fyrir opnunina á morgun.
Sólin skein á starfsmenn Krónunnar síðdegis sem voru í óðaönn að gera allt klárt fyrir opnunina á morgun. Vísir/Vilhelm

Krónan opnar sína fyrstu verslun í miðbæ Reykjavíkur klukkan níu í fyrramálið. Verslunin verður við Hallveigarstíg þar sem áður var verslun Bónus í nokkur ár og svo Super 1.

Festi, eigandi Krónunnar, festi kaup á Super 1 í maí og var versluninni lokað í júlí. Síðan þá hefur verið unnið að breytingum á húsnæðinu sem nú er klappað og klárt fyrir opnun.

Verslun Krónunnar við Hallveigarstíg verður sú 23. hér á landi. Verslunin við Hallveigarstíg verður opin frá níu á morgnana til 20 á kvöldin.

Bónus var lengi með tvær verslanir í miðbænum, annars vegar við Hallveigarstíg og hins vegar í Kjörgarði á Laugavegi. Verslunin við Hallveigarstíg var ein þriggja sem Hagar þurftu að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV í fyrra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×