Körfubolti

Giannis valinn bestur annað árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Giannis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð.
Giannis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð. Mike Ehrmann/Getty Images

Grikkinn Giannis Antetokounmpo – leikmaður Milwaukee Bucks - var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Valið var tilkynnt fyrr í kvöld.

Hér er aðeins að ræða um hefðbundna deildarkeppni en Bucks duttu óvænt út úr úrslitakeppninni er liðið tapaði samtals 4-1 gegn Miami Heat. Giannis og félagar höfðu verið besta lið deildarinnar – bæði Austur og Vestur – á meðan deildarkeppninni stóð en þegar NBA-kúlan í Disney World hófst fór allt í baklás.

Liðið var með 56 sigra og 17 töp áður en úrslitakeppnin hófst.

Giannis er 11. leikmaðurinn sem er valinn bestur tvö ár í röð. Steph Curry gerði það síðast árin 2015 og 2016.

Giannis skoraði 29.5 stig að meðaltali í leik, tók 13.6 fráköst og gaf 5.6 stoðsendingar. Hann er því vel að þessu kominn en það er öruggt að Grikkinn er ekki sáttur fyrr en Bucks gerir atlögu að titlinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.