Skoðun

Þegar haust­laufin þyrlast upp inni og úti

Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Það er auðvelt að leyfa haustlaufunum að þyrla upp kvíðastormi í huganum, sérsaklega þegar erfiðar fréttir af heimsfaraldri berast okkur nær daglega. Hugsanirnar æða um hugann á ógnarhraða, sífellt áhyggjur bætast í safnið stundum virðist eins og hugurinn ferðist svo hratt að maður vart nær andanum. Þetta er ekki eðlilegt ástand og býður heilanum ekki upp á að afkasta miklu öðru á sama tíma en bara því að hringsnúast með kvíðanum.

Til þess að róa kvíðastorminn og bjóða laufunum og hugsunum að falla í mjúkan faðm haustsins er dásamlegt að hugleiða.

Það getur hins vegar verið erfitt að byrja og margir þurfa aðstoð í byrjun. Sumir segja nefnilega að þeir verði aldrei eins kvíðnir eins og þegar þeir loka augunum og ætla að fara að róa hugann. Það er skiljanlegt og þess vegna eru óteljandi tæknilegar lausnir sem bjóða upp á aðsotð við þessi fyrstu skref.

Með því að hugleiða í sýndarveruleika er huganum hjálpa með því að nota bæði sjón og heyrn til þess að finna huganum ró. Í sýndarveruleikahugbúnaði Flow er þér boðið í þitt eigið hugleiðslustúdíó í íslenskri náttúru og þú færð leidda hugleðislu, yndislega tónlist og hljóðin úr náttúrunni til þess að tengja þig við þann stað sem sumir vilja kalla núið.

Þegar maður stendur hins vegar andstuttur með haustlaufin upp að öxlum innra sem ytra er erfitt að hugsa sér þennan stað, sérsaklega þegar ofur senaður jógi segir þér að vera bara aðeins meira í núinu. Stundum er það svona álíka fjarlægur runveruleiki eins og að ætla það að orðasambandið “róaðu þig aðeins” sé líklegt til þess að skila tilskildum árangri í brjáluðu rifrildi.

Stundum þarf því að gera allskonar annað áður en maður getur byrjað hugleiða, eins og skrifa niður “to do” lista eða færa ábyrgð á einhvern sem maður treystir en það er bara mikilvægt að maður gleymi því ekki að byrja þegar það er komið. Það er nefnilega auðvelt að gleyma því þegar loksins er búin að ganga frá öllum verkefnum á sinn stað því þá eru maður svo örmagna að þú fresti því að byrja á hugleiðsunni. Það er samt einmitt það sem ekki má gera því þá er maður alveg jafn líklegur til þess að drukkna í laufunum sem fylgja næstu kvíðalægð eins og áður.

Fyrsta skrefið er að byrja að hugleiða í stutta stund daglega, það þarf ekki að taka lengri tíma en fjórar mínútur. Það mun fyrr en varir veita þér þá færni að fylgjast með haustlaufunum þjóta hjá án þess að hafa nokkur áhrif á huga þinn.

Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.