Fer frá Landsvirkjun til Eyris Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2020 14:43 Stefanía G. Halldórsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. Eyrir Venture Management Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II. Í tilkynningu segir að Eyrir Venture Management ehf. reki fyrir vísisjóðinn Eyrir Sprotar ásamt því að annast allar sprotafjárfestingar Eyrir Invest. Að undanförnu hafi verið unnið að því að setja á fót nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II, sem muni sérhæfa sig í að styðja við uppbyggingarferli íslenskra sprotafyrirtækja og verði Stefanía framkvæmdastjóri þess sjóðs. „Stefanía Guðrún kemur til Eyrir Venture Management frá Landsvirkjun þar sem hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs. Áður starfaði Stefanía hjá CCP Games í átta ár, síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi og þar áður sem yfirþróunarstjóri CCP í Shanghai í Kína og þróunarstjóri á Íslandi. Áður hafði Stefanía unnið sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni hjá Orkustofnun og sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsalausnum. Stefanía hefur einnig reynslu af nýsköpunarfyrirtækjum í gegnum stjórnarsetu og var stjórnarformaður fyrir Íslenskan leikjaiðnað og fyrir Icelandic Startups. Hún hefur starfað í stjórn hjá Flow VR, Tempo og er í dag stjórnarformaður Almannaróms, félags um máltækni á Íslandi og situr í stjórn Kards. Stefanía er með M.Sc. umhverfisfræði frá tölvunarfræðiskor og B.Sc. í landfræði frá Háskóla Íslands. Stefanía er gift Snorra Árnasyni, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni. Ingvar, Sigurlína og Magnús sömuleiðis Einnig segir að Ingvar Pétursson og Sigurlína Ingvarsdóttir hafi einnig gengið til liðs við Eyrir Venture Management með því að taka sæti í fjárfestingarráði og stjórn hins nýja vísisjóðs sem verið er að setja á fót. „Ingvar Pétursson býr að áratuga reynslu sem stjórnandi í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum. Hann lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri fjármála (CFO) hjá Nintendo og hafði áður gengt stöðu tæknistjóra hjá félaginu (CTO). Meðal fyrri starfa Ingvars má nefna CIO Expedia, CTO Corbis og CIO AT&T Wireless. Ingvar hefur verið heiðraður af Puget Sound Business Journal og Seattle Business Magazine fyrir “lifetime achievement in Information Technology leadership“. Sigurlína Ingvarsdóttir er margreyndur stjórnandi úr tölvuleikjaiðnaði á alþjóðavísu. Hún starfar í dag sem framleiðandi hjá Bonfire Studios í Bandaríkjunum en meðal fyrri verkefna má nefna yfirframleiðandi hjá FIFA í þróunarteymi Electronic Arts, CCP, Ubisoft og DICE þar sem hún stýrði framleiðslu tölvuleiksins Star Wars Battlefront. Ennfremur hefur Magnús Halldórsson, sem búsettur er í Seattle í Bandaríkjunum, unnið með Eyrir Venture Management að því að opna og styrkja samtöl við erlenda fjárfesta með margs konar samstarf í huga. Magnús hefur umtalsverða reynslu af því að vinna með íslenskum sprotafyrirtækjum og aðstoða þau við erlenda tengslamyndun. Eyrir Venture Management horfir sérstaklega til þess að nýta krafta og tengingar Magnúsar og Ingvars til að auka og styrkja sambandið við erlenda samstarfaðila og meðfjárfesta.“ Vistaskipti Landsvirkjun Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II. Í tilkynningu segir að Eyrir Venture Management ehf. reki fyrir vísisjóðinn Eyrir Sprotar ásamt því að annast allar sprotafjárfestingar Eyrir Invest. Að undanförnu hafi verið unnið að því að setja á fót nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II, sem muni sérhæfa sig í að styðja við uppbyggingarferli íslenskra sprotafyrirtækja og verði Stefanía framkvæmdastjóri þess sjóðs. „Stefanía Guðrún kemur til Eyrir Venture Management frá Landsvirkjun þar sem hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs. Áður starfaði Stefanía hjá CCP Games í átta ár, síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi og þar áður sem yfirþróunarstjóri CCP í Shanghai í Kína og þróunarstjóri á Íslandi. Áður hafði Stefanía unnið sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni hjá Orkustofnun og sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsalausnum. Stefanía hefur einnig reynslu af nýsköpunarfyrirtækjum í gegnum stjórnarsetu og var stjórnarformaður fyrir Íslenskan leikjaiðnað og fyrir Icelandic Startups. Hún hefur starfað í stjórn hjá Flow VR, Tempo og er í dag stjórnarformaður Almannaróms, félags um máltækni á Íslandi og situr í stjórn Kards. Stefanía er með M.Sc. umhverfisfræði frá tölvunarfræðiskor og B.Sc. í landfræði frá Háskóla Íslands. Stefanía er gift Snorra Árnasyni, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni. Ingvar, Sigurlína og Magnús sömuleiðis Einnig segir að Ingvar Pétursson og Sigurlína Ingvarsdóttir hafi einnig gengið til liðs við Eyrir Venture Management með því að taka sæti í fjárfestingarráði og stjórn hins nýja vísisjóðs sem verið er að setja á fót. „Ingvar Pétursson býr að áratuga reynslu sem stjórnandi í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum. Hann lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri fjármála (CFO) hjá Nintendo og hafði áður gengt stöðu tæknistjóra hjá félaginu (CTO). Meðal fyrri starfa Ingvars má nefna CIO Expedia, CTO Corbis og CIO AT&T Wireless. Ingvar hefur verið heiðraður af Puget Sound Business Journal og Seattle Business Magazine fyrir “lifetime achievement in Information Technology leadership“. Sigurlína Ingvarsdóttir er margreyndur stjórnandi úr tölvuleikjaiðnaði á alþjóðavísu. Hún starfar í dag sem framleiðandi hjá Bonfire Studios í Bandaríkjunum en meðal fyrri verkefna má nefna yfirframleiðandi hjá FIFA í þróunarteymi Electronic Arts, CCP, Ubisoft og DICE þar sem hún stýrði framleiðslu tölvuleiksins Star Wars Battlefront. Ennfremur hefur Magnús Halldórsson, sem búsettur er í Seattle í Bandaríkjunum, unnið með Eyrir Venture Management að því að opna og styrkja samtöl við erlenda fjárfesta með margs konar samstarf í huga. Magnús hefur umtalsverða reynslu af því að vinna með íslenskum sprotafyrirtækjum og aðstoða þau við erlenda tengslamyndun. Eyrir Venture Management horfir sérstaklega til þess að nýta krafta og tengingar Magnúsar og Ingvars til að auka og styrkja sambandið við erlenda samstarfaðila og meðfjárfesta.“
Vistaskipti Landsvirkjun Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira