Viðskipti innlent

Ó­vissa um að­komu líf­eyris­sjóðanna að hluta­fjár­út­boði Icelandair

Atli Ísleifsson skrifar
Hlutafjárútboð Icelandair hefst í dag.
Hlutafjárútboð Icelandair hefst í dag. Vísir/vilhelm

Hlutafjárútboð Icelandair hefst í dag og í Fréttablaðinu segir að mikil óvissa sé um mögulega aðkomu lífeyrissjóðanna að útboðinu. Þátttaka þeirra er talin ráða úrslitum um hvort félaginu takist að sækja sér nýtt hlutafé.

Í blaðinu segir að fjórir stærstu sjóðirnir – Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta – hafi ekki enn gefið það út hvort þeir ætli að taka þátt. Stjórnir sjóðanna munu hafa boðað til fundar síðar í dag og snemma á morgun þar sem endanleg ákvörðun verður væntanlega tekin.

Markaður Fréttablaðsins segist hafa heimildir fyrir því að mest óvissa ríki um afstöðu Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Gildis en stjórn fyrrnefnda sjóðsins kemur saman til fundar eftir hádegið.

Blaðið segir talsverða gjá vera á milli fulltrúa atvinnurekenda annars vegar og fulltrúa VR hins vegar í stjórninni um hvort lífeyrissjóðurinn eigi að koma að útboðinu. Sjóðurinn er í dag næststærsti hluthafi Icelandair með um 11,8 prósenta hlut.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
15
420.885
REGINN
0,78
4
25.030
REITIR
0,28
7
136.997
EIK
0,1
4
12.109
KVIKA
0
16
263.607

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,85
4
34.769
MAREL
-1,25
22
326.280
ARION
-1,17
15
145.600
EIM
-0,99
4
24.545
SJOVA
-0,77
7
69.704
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.