Viðskipti erlent

Ekkert verður af kaupum Micros­oft á TikTok

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump heldur því fram að TikTok sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjamanna.
Donald Trump heldur því fram að TikTok sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjamanna. Getty

Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum.

Miklar deilur hafa staðið á milli Kínverja og Bandaríkjamanna vegna miðilsins og hafði Donald Trump Bandaríkjaforseti hótað því að loka fyrir notkun forritsins í Bandaríkjunum, ef ekki yrði búið að selja það fyrir 15. september.

Trump heldur því fram að TikTok sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjamanna og því verði það að vera í bandarískri eigu, eigi það að fá að halda áfram þar í landi.

Nú er talið líklegt að annar risi á þessum markaði, bandaríska félagið Oracle, hlaupi til og geri tilboð á síðustu stundu í samskiptamiðilinn vinsæla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,31
17
596.829
ICEAIR
2,61
9
6.646
ICESEA
2,01
2
4.834
BRIM
1,7
3
23.042
ARION
0,94
8
106.188

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,77
14
106.756
REITIR
-1,74
12
63.780
MAREL
-1,17
38
376.941
SYN
-1,02
5
1.145
EIK
-0,96
10
156.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.