Viðskipti erlent

Fyrsti stóri við­skipta­samningur Breta eftir Brexit í höfn

Atli Ísleifsson skrifar
Liz Truss, breskur ráðherra málefna alþjóðaviðskipta, greindi frá því í morgun að samkomulag væri í höfn.
Liz Truss, breskur ráðherra málefna alþjóðaviðskipta, greindi frá því í morgun að samkomulag væri í höfn. Getty

Bresk stjórnvöld hafa landað sínum fyrsta stóra viðskiptasamningi eftir formlega útgöngu landsins úr ESB í janúar síðastliðnum.

Samningurinn er milli Bretlands og Japans og er áætlað að viðskipti milli ríkjanna muni aukast um 15,2 milljarða punda, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá breska viðskiptaráðuneytinu. Það samsvarar um 2.660 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Samkvæmt samningnum munu bresk fyrirtæki njóta fríverslunar þegar kemur að 99 prósent af núverandi útflutningi til Japans.

Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans, segir markmiðið vera að samningurinn taki gildi frá næstu áramótum.

Bretar þurfa að lúta sérstökum aðlögunarreglum á þessu ári þegar kemur að utanríkisverslun til að dempa áhrifin af útgöngunni úr ESB, en frá 1. janúar 2021 mun landið standa á eigin fótum.

Bresk stjórnvöld og ESB eiga enn eftir að ná saman um nýjan viðskiptasamning eftir útgönguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,57
13
108.045
EIK
1,56
3
46.561
ARION
1,01
9
128.645
HAGA
1,01
6
90.126
SKEL
0,65
6
104.251

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,21
35
15.820
ORIGO
-0,35
3
39.210
EIM
-0,19
6
13.518
BRIM
0
2
6.348
SIMINN
0
6
90.798
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.