Viðskipti innlent

Emm­sjé Gauti seldi hlutinn í Haga­vagninum

Sylvía Hall skrifar
Emmsjé Gauti var á meðal þeirra sem kom að því að opna Hagavagninn.
Emmsjé Gauti var á meðal þeirra sem kom að því að opna Hagavagninn. Vísir/Kolbeinn Tumi/Vilhelm

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hefur selt hlut sinn í Hagavagninum við Hofsvallagötu. Gauti var á meðal þeirra sem kom að opnun staðarins ásamt hjónunum Rakel Þórhallsdóttur og Jóhanni Guðlaugssyni.

Hagavagninn opnaði í nóvember árið 2018 og var gamli Hagavagninn rifinn og nýr byggður í staðinn. Þar hafa íbúar Vesturbæjarins getað sótt sér klassíska hamborgara og hefur staðurinn sett svip sinn á hverfið.

„Fyrir nokkrum dögum seldi ég minn hlut í staðnum en eftir stendur þakklæti fyrir að hafa tekið þátt í að skapa stað sem ég tel vera góða viðbót við hverfið og veitingaflóruna í heild sinni,“ skrifar Gauti á Facebook.

Hann snýr sér nú að öðrum verkefnum að eigin sögn. Hann kemur nú að fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á CBD vörum, hefur nýlega byrjað með hlaðvarp ásamt tónlistarmanninum Arnari Frey Frostasyni og mun halda tónlistarsköpun sinni áfram.

„Mæli með tvöföldum númer eitt með extra pickles,“ skrifar Gauti að lokum.


Tengdar fréttir

Vilja ekki pylsur við Sundhöllina

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg.

Haga­vagninn verður rifinn og endur­reistur

Hagavagninum er verið að breyta í hamborgarastað um þessar mundir en ekki tókst að gera hann upp, því þarf að rífa hann og byggja nýjan. Einn aðstandenda vagnsins, Emmsjé Gauti, segir þetta sorglegt en er bjartsýnn á að nýi vagninn muni ekki valda vonbrigðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×