Námsmenn nýta netið til að versla en velja prentað form Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. september 2020 09:00 Óttarr Proppé verslunarstjóri Bóksölu stúdenta. Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig að þó skólarnir hafi ekki verið lokaðir nema að takmörkuðu leyti hefur orðið breyting á því almennt hvernig fólk leitar sér upplýsinga og kaupir bækur. Það er margfalt meiri vefverslun í ár en á sama tíma í fyrra og við finnum að almennt er fólk miklu meira að leita á vefnum,“ segir Óttarr Proppé verslunarstjóri Bóksölu stúdenta um þær breytingar sem kórónufaraldurinn er að hafa á neysluhegðun námsmanna. Þessa breytingu mátti sjá strax í vor þegar öll kennsla háskóla færðist yfir í fjarkennslu. Það sama eigi við nú þótt nemendur séu ýmist í fjarkennslu eða á staðnum. Óttarr segir það hins vegar misskilning að eftirspurn eftir rafbókum hafi stóraukist. „Varðandi námsbækur, þá finnum við fyrir því að nemendur eru opnari fyrir því að nýta rafbækur, en það er engin bylting enn sem komið er,“ segir Óttar. Óttar segir að í kjölfar kórónufaraldursins hafi Bóksala stúdenta (BS) brugðist við með aðgerðum eins og að efla leitarvélina á vefnum og bjóða upp á heimkeyrsluþjónustu. Á sama tíma og verslun á netinu hafi stóraukist hefur netverslunin þó ekki breytt því hvað verslað er. „Flestir nemendur kjósa enn sem komið er bækur á prentuðu formi og margir nemendur segja mér að þau kjósi að hafa bókina aðgengilega við sína vinnu, við hliðina á tölvunni. Sérstaklega heyri ég talað um þetta núna tengt fjarnáminu“ segir Óttarr. Þá segir hann marga nota skólabækurnar sem handbækur eftir að námi lýkur. „Sem bókamaður get ég ekki annað en tekið eftir því ef ég heimsæki lækni að oft sér maður gömlu námsbækurnar inni hjá lækninum innan um nýrri bækur. Þannig að það er alveg ljóst í mínum huga að dauði prentaðra bóka er stórlega ýktur“ segir Óttarr. Óttarr segir að á heimsvísu sé mikil hreyfing í þróun námsefnis, bókaútgáfu og dreifingu. Hlutirnir séu hins vegar að breytast hægar en ætla mætti. Þannig hafi BS upp á yfir 300 þúsund titla í formi rafbóka. Þær séu hægt og sígandi að aukast í sölu en eru enn þá aðeins lítill hluti af seldum bókum. „Þetta er í takt við það sem við heyrum frá löndunum í kringum okkur. Það er mikil aukning í því að stórar námsbækur á háskólastigi séu tengdar gagnabönkum með viðbótarupplýsingum, æfingaprófum og þvíumlíku” segir Óttar og bætir við „Við sjáum að fleiri kennarar og nemendur eru að nýta sér slíkt. Þá er gjarnan boðið upp á hvort sem er pappírs- eða rafræna útgáfu af bókinni auk aðgangs að sérstöku gagnasvæði.” Verslun Bókmenntir Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bókaútgáfa Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Sjá meira
„Það hefur sýnt sig að þó skólarnir hafi ekki verið lokaðir nema að takmörkuðu leyti hefur orðið breyting á því almennt hvernig fólk leitar sér upplýsinga og kaupir bækur. Það er margfalt meiri vefverslun í ár en á sama tíma í fyrra og við finnum að almennt er fólk miklu meira að leita á vefnum,“ segir Óttarr Proppé verslunarstjóri Bóksölu stúdenta um þær breytingar sem kórónufaraldurinn er að hafa á neysluhegðun námsmanna. Þessa breytingu mátti sjá strax í vor þegar öll kennsla háskóla færðist yfir í fjarkennslu. Það sama eigi við nú þótt nemendur séu ýmist í fjarkennslu eða á staðnum. Óttarr segir það hins vegar misskilning að eftirspurn eftir rafbókum hafi stóraukist. „Varðandi námsbækur, þá finnum við fyrir því að nemendur eru opnari fyrir því að nýta rafbækur, en það er engin bylting enn sem komið er,“ segir Óttar. Óttar segir að í kjölfar kórónufaraldursins hafi Bóksala stúdenta (BS) brugðist við með aðgerðum eins og að efla leitarvélina á vefnum og bjóða upp á heimkeyrsluþjónustu. Á sama tíma og verslun á netinu hafi stóraukist hefur netverslunin þó ekki breytt því hvað verslað er. „Flestir nemendur kjósa enn sem komið er bækur á prentuðu formi og margir nemendur segja mér að þau kjósi að hafa bókina aðgengilega við sína vinnu, við hliðina á tölvunni. Sérstaklega heyri ég talað um þetta núna tengt fjarnáminu“ segir Óttarr. Þá segir hann marga nota skólabækurnar sem handbækur eftir að námi lýkur. „Sem bókamaður get ég ekki annað en tekið eftir því ef ég heimsæki lækni að oft sér maður gömlu námsbækurnar inni hjá lækninum innan um nýrri bækur. Þannig að það er alveg ljóst í mínum huga að dauði prentaðra bóka er stórlega ýktur“ segir Óttarr. Óttarr segir að á heimsvísu sé mikil hreyfing í þróun námsefnis, bókaútgáfu og dreifingu. Hlutirnir séu hins vegar að breytast hægar en ætla mætti. Þannig hafi BS upp á yfir 300 þúsund titla í formi rafbóka. Þær séu hægt og sígandi að aukast í sölu en eru enn þá aðeins lítill hluti af seldum bókum. „Þetta er í takt við það sem við heyrum frá löndunum í kringum okkur. Það er mikil aukning í því að stórar námsbækur á háskólastigi séu tengdar gagnabönkum með viðbótarupplýsingum, æfingaprófum og þvíumlíku” segir Óttar og bætir við „Við sjáum að fleiri kennarar og nemendur eru að nýta sér slíkt. Þá er gjarnan boðið upp á hvort sem er pappírs- eða rafræna útgáfu af bókinni auk aðgangs að sérstöku gagnasvæði.”
Verslun Bókmenntir Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bókaútgáfa Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Sjá meira