Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 10:45 Húrra Reykjavík opnar við Hverfisgötu 18A í dag eftir að hafa verið til húsa við Hverfisgötu 50 og 78 undanfarin ár. Snorri Björns Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns
Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira