Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. september 2020 20:42 Hörður Guðmundsson er forstjóri Ernis. Vísir/Sigurjón Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira