Kerecis tryggt sér þrjá milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 06:23 Starfsmenn Kerecis að störfum á Ísafirði. kerecis Lækningavörufyrirtækið Kercis segist hafa tryggt sér 3 milljarða króna lánsfjármögnun. Henni er ætlað að fjármagna veltufjárþörf fyrirtæksins og segir stofnandi Kerecis að innspýtingin muni styðja við frekari vöxt í Bandaríkjunum, þar sem stærsta markað fyrir vörur þess sé að finna. Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkaleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Í orðsendingu frá fyrirtækinu segir að bandaríski bankinn Silicon Valley Bank láni félaginu allt að 2,2 milljarða króna í formi ádráttarláns (e. revolving credit) og að auki taki fyrirtækið 800 milljón króna lán, sem að stærstum hluta sé lán frá hluthöfum með breytirétti. Þessi lánsfjármögnun komi í kjölfar 2,2 milljarða dala hlutafjáraukningar „C“ sem fyrirtækið tilkynnti um í byrjun árs 2019. Einn þriðji hluti þeirrar upphæðar var skuldbreyting á breytiréttarlánum og tveir þriðju fjárfesting með reiðufé. 90 prósent tekna frá Bandaríkjunum Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis, lætur hafa eftir sér í orðsendingunni að áfram aukist eftirspurnin í sáraroð fyrirtækisins og því hafi fyrrnefnd veltufjárþörf aukist. „Þessi 3 milljarða króna lánsfjármögnun tryggir okkur veltufé fyrir næstu misseri og gerir okkur kleift að halda áfram að stækka fyrirtækið hratt og koma sáraroðinu til fleiri og fleiri sjúklinga í Bandaríkjunum þar sem megin-markaður okkar er,” segir Guðmundur. Yfir 90 prósent af tekjum Kerecis koma af Bandaríkjamarkaði en vörur þess eru engu að síður markaðssettar víða um heim. Þær eru í dag einkum notaðar til að meðhöndla þrálát sár, t.d. sykursýkissár, bráðaáverka og í skurðstofuaðgerðum Sjávarútvegur Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kercis segist hafa tryggt sér 3 milljarða króna lánsfjármögnun. Henni er ætlað að fjármagna veltufjárþörf fyrirtæksins og segir stofnandi Kerecis að innspýtingin muni styðja við frekari vöxt í Bandaríkjunum, þar sem stærsta markað fyrir vörur þess sé að finna. Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkaleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Í orðsendingu frá fyrirtækinu segir að bandaríski bankinn Silicon Valley Bank láni félaginu allt að 2,2 milljarða króna í formi ádráttarláns (e. revolving credit) og að auki taki fyrirtækið 800 milljón króna lán, sem að stærstum hluta sé lán frá hluthöfum með breytirétti. Þessi lánsfjármögnun komi í kjölfar 2,2 milljarða dala hlutafjáraukningar „C“ sem fyrirtækið tilkynnti um í byrjun árs 2019. Einn þriðji hluti þeirrar upphæðar var skuldbreyting á breytiréttarlánum og tveir þriðju fjárfesting með reiðufé. 90 prósent tekna frá Bandaríkjunum Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis, lætur hafa eftir sér í orðsendingunni að áfram aukist eftirspurnin í sáraroð fyrirtækisins og því hafi fyrrnefnd veltufjárþörf aukist. „Þessi 3 milljarða króna lánsfjármögnun tryggir okkur veltufé fyrir næstu misseri og gerir okkur kleift að halda áfram að stækka fyrirtækið hratt og koma sáraroðinu til fleiri og fleiri sjúklinga í Bandaríkjunum þar sem megin-markaður okkar er,” segir Guðmundur. Yfir 90 prósent af tekjum Kerecis koma af Bandaríkjamarkaði en vörur þess eru engu að síður markaðssettar víða um heim. Þær eru í dag einkum notaðar til að meðhöndla þrálát sár, t.d. sykursýkissár, bráðaáverka og í skurðstofuaðgerðum
Sjávarútvegur Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira