Framlengingin: Lofar að greiða Finni laun úr eigin vasa Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 23:30 Kjartan Atli Kjartansson var með Teit Örlygsson, Sævar Sævarsson og Benedikt Guðmundsson sér til fulltingis í síðasta þætti. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins