Framlengingin: Lofar að greiða Finni laun úr eigin vasa Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 23:30 Kjartan Atli Kjartansson var með Teit Örlygsson, Sævar Sævarsson og Benedikt Guðmundsson sér til fulltingis í síðasta þætti. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30