Viðskipti innlent

Skeljungur kaupir rekstur Baulunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Baulan í Borgarfirði.
Baulan í Borgarfirði. Facebook/Baulan

Skeljungur hefur fest kaup á þjónustumiðstöðinni Baulunni í Stafholtstungum í Borgarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Í kaupunum felst allur fasteignar- og lóðarréttur ásamt verslunarrekstri á svæðinu þar sem Baulan er til húsa. Fyrirhugað er að bensínstöð Orkunnar opni á svæðinu á komandi mánuðum, sem og að efla rekstur veitingasölunnar.

Haft er eftir Árna Pétri Jónssyni forstjóra Skeljungs í tilkynningu að fyrirtækið sé fullt tilhlökkunar að taka við rekstri „hinnar víðfrægu Baulu í Borgarfirði“.

„Er þetta áframhaldandi skref í að framfylgja stefnu okkar um að þétta stöðvanetið og efla þjónustuna enn betur við íbúa landsbyggðarinnar.“ Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,64
52
10.437
MAREL
3,03
34
496.121
ARION
0,99
26
250.103
REGINN
0,59
1
1.200
ICESEA
0,49
6
8.214

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,41
2
451
SIMINN
-2,02
10
348.705
SJOVA
-1,97
8
83.952
KVIKA
-1,63
4
55.058
SYN
-1,11
5
2.142
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.