Viðskipti innlent

Skeljungur kaupir rekstur Baulunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Baulan í Borgarfirði.
Baulan í Borgarfirði. Facebook/Baulan

Skeljungur hefur fest kaup á þjónustumiðstöðinni Baulunni í Stafholtstungum í Borgarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Í kaupunum felst allur fasteignar- og lóðarréttur ásamt verslunarrekstri á svæðinu þar sem Baulan er til húsa. Fyrirhugað er að bensínstöð Orkunnar opni á svæðinu á komandi mánuðum, sem og að efla rekstur veitingasölunnar.

Haft er eftir Árna Pétri Jónssyni forstjóra Skeljungs í tilkynningu að fyrirtækið sé fullt tilhlökkunar að taka við rekstri „hinnar víðfrægu Baulu í Borgarfirði“.

„Er þetta áframhaldandi skref í að framfylgja stefnu okkar um að þétta stöðvanetið og efla þjónustuna enn betur við íbúa landsbyggðarinnar.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×