Körfubolti

„Hittum ekki úr skotunum okkar“ | Fyrsta skipti síðan 2003 sem bæði topp­liðin tapa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LeBron þarf aðeins meiri aðstoð frá samherjum sínum ef Lakers ætlar ekki að detta óvænt út gegn Portland.
LeBron þarf aðeins meiri aðstoð frá samherjum sínum ef Lakers ætlar ekki að detta óvænt út gegn Portland. AP/Ashley Landis

Ástæðan fyrir óvæntu tapi Los Angeles Lakers gegn Portland Trail Blazers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta var einföld að mati LeBron James. Eftir leik sagði LeBron einfaldlega að Lakers hefði ekki hitt úr skotunum sínum. Sem er eitthvað sem hefur einkennt liðið síðan NBA-deildin fór af stað af nýju. 

Reyndar hefur skotnýting Lakers ekkert verið frábær í vetur en tónlistarmaðurinn Snoop Dogg birti myndband í desember á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi skotnýtingu ákveðinna leikmanna Lakers á sinn einstaka hátt.

Hann lét svo Danny Green, leikmann liðsins, fá það óþvegið á samfélagsmiðlum eftir tapið gegn Portland.

Leikmenn Lakers virðast bara ekki geta hitt úr opnum skotum á sama tíma og Damian Lillard er að raða niður skotum nánast frá miðju.

Þá virðist sem einangrun í NBA-kúlunni sé farin að ná til sumra leikmanna deildarinnar.

„Það er bókstaflega ekkert annað að gera hérna heldur en að spila körfubolta,“ sagði LeBron einnig eftir leik.

Þá er vert að minnast á Milwaukee Bucks töpuðu einnig óvænt fyrir Orlando Magic. Er þetta í fyrsta skipti síðan 2003 sem liðin í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar tapa bæði fyrsta leiknum í úrslitakeppninni.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í næsta leik liðanna en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.