Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 20:15 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2 Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent