Viðskipti innlent

Cintamani opnar von bráðar eftir gjald­þrot

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Cintamani hafði nýverið opnað verslun á Laugavegi 20, þar sem Heilsuhúsið var áður til húsa.
Cintamani hafði nýverið opnað verslun á Laugavegi 20, þar sem Heilsuhúsið var áður til húsa. Vísir/arnar

Kauptilboð í Cintamani hefur verið samþykkt og mun rekstur verslana undir merkjum félagsins því hefjast að nýju von bráðar. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar.

Mbl greinir frá og hefur eftir Margréti Ásu Eðvarðsdóttur, sem hefur umsjón með sölu Cintamani hjá Íslandsbanka, að kauptilboð hafi verið samþykkt. Ekki er hægt að greina frá því hver kaupandi er en Margrét segir að vonast sé til að kaupin verði frágengin í næstu viku.

Greint var frá því í lok janúar síðastliðnum að Cintamani hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og sett í söluferli hjá Íslandsbanka. Á meðal þess sem var auglýst til sölu, og hefur nú verið keypt, er vörulager fyrirtækisins, sem og skráð vörumerki félagsins ásamt léninu www.cintamani.is.

Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, sagði í samtali við Vísi daginn sem greint var frá gjaldþrotinu að hún væri vongóð um að verslanir fyrirtækisins opnuðu aftur innan tíðar. Þá kvaðst hún vita til þess að áhugi væri á sölunni og að nokkur tilboð hefðu borist í eignirnar.

Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2016. Félagið hefur reglulega verið sett í söluferli síðan þá en tilboðum verið hafnað. Fyrirtækið lokaði nýlega verslun sinni í Bankastræti og þá hafði verið tilkynnt um lokun verslana í Smáralind og á Akureyri. Enn voru Cintamaniverslanir opnar á Laugavegi og í Kringlunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
8,11
9
94.152
KVIKA
6,76
25
308.808
ARION
4,55
29
389.714
SJOVA
4,18
10
52.541
ORIGO
3,69
4
37.712

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,18
3
4.337
REGINN
-2,17
10
174.896
ICEAIR
-2,16
55
23.375
SKEL
-1,49
2
30.781
MAREL
-0,73
42
403.086
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.