Viðskipti innlent

Brýnt að ljúka skráningu raun­veru­legra eig­enda svo Ís­land komist af gráum lista

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, fór fyrir sendinefnd Íslands.
Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, fór fyrir sendinefnd Íslands. Vísir/Vilhelm

Fundur íslenskrar sendinefndar með FATF, samtökum sem berjast gegn peningaþvætti, vegna veru Íslands á gráum lista gekk vel að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. Hann segir afar brýnt að félög gangi frá skráningu raunverulegra eigenda fyrir mánaðamót þegar ófullnægjandi skráning fer að varða sektum. Sú skráning hefur jafnframt áhrif á veru Íslands á listanum.

Sjá einnig: Ísland áfram á gráa listanum

Ísland lenti á listanum í október í fyrra hafa stjórnvöld unnið hörðum höndum að því að laga þá þætti sem útaf standa hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, fór fyrir sendinefnd Íslands sem nýverið kom til baka frá París þar sem hún fundaði með FATF um stöðuna. Hann segir fundinn hafa gegnið ágætlega.

„Það var farið yfir þann framgang sem hefur átt sér stað eftir að við fengum aðgerðaáætlun frá FATF í október síðastliðnum til að bregðast við. Það var farið yfir þann framgang á fundinum og gekk vel,“ segir Björn. Hingað þurfi að koma sendinefnd til að gera úttekt áður en unnt verður að taka Ísland af þessum gráa lista.

„Áður en það gerist þurfum við að uppfylla allar þær aðgerðir sem fram koma í aðgerðaráætluninn og það getur væntanlega orðið, vonum við, núna í maí þannig að á júnífundinum það verður væntanlega ákveðið þá að það komi þá sendinefnd til okkar í kjölfarið. Við vonumst þá til að á októberfundinum, á fundi FATF í október, að þá verðum við tekin af gráa listanum,“ segir Björn.

Það sem helst einna helst standi enn út af sé að lokið verði við skráning raunverulegra eigenda félaga. „Stjórnvöld geta ekki klára það sjálf heldur þurfa raunverulegir eigendur félaga að bregðast við og skrá félög sín hjá Skattinum. Og ég skora á þá að fara núna á heimasíðu Skattsins og kynna sér það áður en að farið verður að beita sektum núna í mars,“ útskýrir Björn.


Tengdar fréttir

Vonar að Ísland komist af gráum lista í október

Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi.

Ísland áfram á gráa listanum

Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista sam­tak­anna Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
3,35
35
557.020
BRIM
2,17
9
94.909
ARION
0,79
21
320.282
ORIGO
0,78
5
1.448
MAREL
0,56
21
235.696

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-3,83
13
112.236
REGINN
-2,35
9
36.973
ICEAIR
-1,83
58
94.781
SIMINN
-1,6
26
743.684
VIS
-0,78
10
187.782
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.