Viðskipti erlent

Rannsaka tengsl forstjóra Barclays við Jeffrey Epstein

Kjartan Kjartansson skrifar
James Stanley þekkti Jeffrey Epstein í að minnsta kosti 19 ár.
James Stanley þekkti Jeffrey Epstein í að minnsta kosti 19 ár. AP/Evan Agostini/Invision

Breska fjármálaeftirlitið rannsakar nú tengsl James E. Staley, forstjóra Barclays, við Jeffrey Epstein, bandaríska fjármálamannsins sem var ákærður fyrir mansal á stúlkum undir lögaldri í fyrra og hvort bankastjórinn hafi greint satt og rétt frá þeim. Stanley harmaði í dag samband sitt við Epstein.

Epstein svipti sig lífi í fangelsi á Manhattan síðasta sumar. Hann var þá sakaður um að hafa misnotað ungar stúlkur og selt þær mansali í New York og á Flórída fyrir um fimmtán árum.

Í yfirlýsingu frá Barclays segir að breskir eftirlitsaðilar séu að gaumgæfa hvernig Stanley lýsti sambandi sínu við Epstein við bankann og hvernig bankinn gerði fjármálaeftirlitinu grein fyrir því í framhaldinu, að sögn New York Times. Bankinn segir að Staley hafi fullyrt að hann hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein frá því að hann tók við sem forstjóri fyrir rúmum fjórum árum.

Stanley og Epstein eru sagðir hafa þekkst að minnsta kosti frá árinu 1999. Á þeim tíma var Stanley yfir einkabankaþjónustu JP Morgan á Wall Street. Hann var ráðinn forstjóri Barclays í desember árið 2015. Stanley sagði sjálfur í dag að hann hefði fyrst kynnst Epstein, sem var þá viðskiptavinur JP Morgan, árið 2000, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir að Stanley lét af störfum hjá fjármálafyrirtækinu hafi verulega dregið úr samskiptum þeirra Epstein.

Síðast segist Stanley hafa verið í sambandi við Epstein sumarið og haustið 2015. Það var sjö árum eftir að Epstein var sakfelldur fyrir að falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri á Flórída.

„Augljóslega taldi ég að ég þekkti hann en ég gerði það ekki. Eftir á að hyggja, vitandi það sem ég veit núna harma ég sannarlega að hafa átt í hvers konar sambandi við Jeffrey,“ sagði Stanley við fréttamenn í dag.

Barclays sagði í yfirlýsingu sinni að Stanley hafi verið nægilega hreinskilinn um viðskiptaleg tengsl sín við Epstein. Hann njóti fyllsta trausts bankastjórnarinnar sem ætli að mæla með því að skipunartími hans verði endurnýjaður á hluthafafundi í maí. Hlutabréfaverð í bankanum féll í morgun.

Stjórnartíð Stanley hefur ekki verið áfallalaus. Bankinn var sektaður um fimmtán milljónir dollara í New York þegar Stanley reyndi að nafngreina uppljóstrara sem hafi bent á vanhæfni háttsetts starfsmanns sem bankastjórinn hafði ráðið. Bresk yfirvöld sektuðu Stanley einnig vegna málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.