Viðskipti innlent

Dill fær Michelin-stjörnu á ný

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá hátíðinni í Þrándheimi í dag.
Frá hátíðinni í Þrándheimi í dag. skjáskot

Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. Þetta var kunngjört á hátíðinni Michelin Nordic sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.

Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dills og kokkur, tók við hvítum jakka úr höndum kynnanna og sagðist fullur auðmýktar. Hann þakkaði fjölda fólks fyrir árangurinn, þar á meðal eiginkonu sinni Freyju Rós Óskarsdóttur.

Kynnarnir spurðu Gunnar hvernig það væri að reka veitingastað á Íslandi, í samanburði við veitingarekstur hans í Grand Central-lestarstöðinni í New York. Þar stýrir Gunnar Karl veitingastaðnum Agern sem einnig er með Michelin-stjörnu.

Gunnar sagði að það væri himinn og haf á milli Dills og Agern. Áætlað er að um milljón manns fari í gegnum lestarstöðina á degi hverjum - „það er eins og þrisvar sinnum allt Ísland,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur úr salnum fyrir vikið.

Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017, þegar hann var til húsa að Hverfisgötu 12. Staðurinn missti hins vegar stjörnuna í fyrravor. Staðnum var lokað skömmu síðar en opnaði aftur að Laugavegi 59, þar sem gestir munu nú njóta Michelin-stjörnu veitinga.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.