Viðskipti innlent

Dill fær Michelin-stjörnu á ný

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá hátíðinni í Þrándheimi í dag.
Frá hátíðinni í Þrándheimi í dag. skjáskot

Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. Þetta var kunngjört á hátíðinni Michelin Nordic sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dills og kokkur, tók við hvítum jakka úr höndum kynnanna og sagðist fullur auðmýktar. Hann þakkaði fjölda fólks fyrir árangurinn, þar á meðal eiginkonu sinni Freyju Rós Óskarsdóttur.Kynnarnir spurðu Gunnar hvernig það væri að reka veitingastað á Íslandi, í samanburði við veitingarekstur hans í Grand Central-lestarstöðinni í New York. Þar stýrir Gunnar Karl veitingastaðnum Agern sem einnig er með Michelin-stjörnu.Gunnar sagði að það væri himinn og haf á milli Dills og Agern. Áætlað er að um milljón manns fari í gegnum lestarstöðina á degi hverjum - „það er eins og þrisvar sinnum allt Ísland,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur úr salnum fyrir vikið.Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017, þegar hann var til húsa að Hverfisgötu 12. Staðurinn missti hins vegar stjörnuna í fyrravor. Staðnum var lokað skömmu síðar en opnaði aftur að Laugavegi 59, þar sem gestir munu nú njóta Michelin-stjörnu veitinga.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.