Viðskipti innlent

Aldrei hafa fleiri nýtt bóta­réttinn er­lendis

Atli Ísleifsson skrifar
Atvinnuleysi mældist í desember 3,9 prósent.
Atvinnuleysi mældist í desember 3,9 prósent. vísir/vilhelm

Vinnumálastofnun gaf á síðasta ári út rúmlega 1.400 leyfi til atvinnuleitenda til að leita sér að vinnu erlendis á sama tíma og þeir fá atvinnuleysisbætur greiddar frá Íslandi.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að það sé um 50 prósenta aukning frá fyrra metári sem var 2009.

Stærstur hluti þessara leyfa, um 950 af 1.427, hafi verið gefin út til Póllands. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um þjóðerni þeirra sem sóttu um leyfin.

Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni var fjöldi fólks á vinnumarkaði á aldrinum sextán til 74 ára var að jafnaði 208.500 manns á árinu 2019 sem jafngildir 81 prósent atvinnuþátttöku. Atvinnulausir voru að meðaltali 7.400 manns sem eru 3,5 prósent af vinnuaflinu. Í desember síðastliðinn mældist hlutfallið 3,9 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.