Fótbolti

„Ég set salt, olíu og pipar á þá í kvöld og borða þá lifandi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ranieri á hliðarlínunni um helgina.
Ranieri á hliðarlínunni um helgina. vísir/getty

Hin geðþekki knattspyrnustjóri, Claudio Ranieri, er nú þjálfari Sampdoria á Ítalíu og það er óhætt að segja að hann var ekki sáttur með sína menn um helgina.

Sampdoria-menn fengu skell gegn Lazio er þeir heimsóttu höfuðborgina og töpuðu 5-1.

Ranieri var brjálaður eftir leikinn og gekk lengra en flestir áttu von á.

„Ég set salt, olíu og pipar á þá í kvöld og borða þá lifandi,“ sagði Ranieri við Sky Sports Italia eftir leikinn.

„Það var ekki bara að við unnum ekki fyrsta og annan boltann heldur unnum við heldur ekki þann þriðja og fjórða.“
„Við vorum ótrúlega daufir og brugðumst ekki við nægilega fljótt. Við spiluðum einfaldlega ekki með sem lið. Þetta er það slakasta sem ég hef séð síðan ég kom til félagsins.“

„Lazio á skilið allt heimsins hrós. Þeir voru betur undirbúnir og nutu þess að spila sinn fótbolta. Við vorum einfaldlega ekki til staðar.“

„Það ætti að vera léttara verkefni fyrir mig í næstu viku því leikmennirnir ættu að vera meira klárir og sýna það að þetta er ekki hið rétta Sampdoria.“

Sampa er í 16. sæti deildarinnar með 19 stig, fjórum stigum frá fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.