Handbolti

Svona var blaða­manna­fundur lands­liðsins fyrir leikinn gegn Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur svaraði spurningum á blaðamannafundi HSÍ.
Guðmundur svaraði spurningum á blaðamannafundi HSÍ. vísir/epa

HSÍ var með blaðamannafund í hádeginu fyrir leik Íslands og Noregs í milliriðli II á EM 2020 í handbolta á morgun.

Íslendingar eru með tvö stig í 5. sæti milliriðilsins en Norðmenn eru með sex stig á toppnum. Noregur hefur unnið alla leiki sína á EM.

Á blaðamannafundinum sat landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson fyrir svörum ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni, Björgvini Páli Gústvassyni og Janusi Daða Smárasyni.

Guðmundur kvaðst afar ánægður með frammistöðu Íslands gegn Portúgal í gær. Hann sagði að leikurinn gegn Noregi yrði erfiður, enda væru Norðmenn með eitt af þremur bestu liðum heims.

Björgvin Páll sagði að stemmningin í íslenska liðinu hafi verið afar góð í gær og allir leikmenn hafi hjálpast að í þeim efnum. Þá talaði Guðjón Valur um hversu skemmtilegt var spila fyrir og fagna með íslenskum stuðningsmönnum eftir leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafundinum í heild sinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.