Handbolti

Forsetinn hefur fært handboltalandsliðinu mikla lukku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á leik Íslands á EM.
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á leik Íslands á EM. Mynd/Fésbókarsíða Forseta Íslands

Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur mætt á tvo leiki íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta og íslenska liðið hefur unnið þá báða.

Liðið vann fyrst sigur á heimsmeisturum Dana í riðlakeppninni og vann síðan spútniklið Portúgala þegar Guðni mætti á leikinn í gær.

Guðmundur og strákarnir voru spurðir út í það á fundinum hvort að það þyrfti ekki bara að tryggja það að forsetinn væri á öllum leikjum liðsins.

„Hann hefur fært okkur mikla lukku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari og landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson nefndi það að Guðni og strákarnir í liðinu hafi verið að tala um þetta í búningsklefanum eftir leikinn.

Guðmundur var þó fljótur að skipta yfir í alvöru tal um leikinn á móti Portúgal.

„Það sem við gerðum vel í þessum leik er að við vorum vel innstilltir í leikinn og með þau gildi sem hafa oft verið til staðar í íslenska landsliðinu. Stórt hjarta og mikla baráttu og með því fylgdi síðan blessaða leikgleðin,“ sagði Guðmundur.

„Það var skemmtileg stemmning í liðinu og nú þurfum við bara að halda í hana því nú bíður okkar bara nýr andstæðingur,“ sagði Guðmundur.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.